Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 108

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 108
töldu heil 74% (af 710 málhöfum) þessa setningu tæka (en aðeins tæp 11% ótæka). Málhafarannsóknir kanna hvort tilteknar segðir séu tækar eða ótækar, ekki hvort þær séu málfræðilegar eða ómálfræðilegar. En sambandið á milli tækra og málfræðilegra segða er ógagnsætt. Það eru mörg dæmi um það í málsögunni að setningar sem eitt sinn voru ótækar eða komu a.m.k. ekki fyrir í heimildum hafi orðið mörgum tækar og e.t.v. málfræðilegar. Eitt slíkt dæmi er nýja þolmyndin svokallaða: Það var kosið hana í staðinn fyrir Hún var kosin o.s.frv. Það hvort setning er tæk eða ótæk er sem sé ekki óræk sönnun þess að hún sé málfræðileg eða ómálfræðileg. Tíðni felur ekki heldur í sér örugga vísbendingu um „málfræðileika“. Mér vitanlega er eftirfarandi máls grein dæmalaus: Konan sagði við manninn að hann ætti að hunskast út. Hún finnst í öllu falli ekki á netinu (þótt þar megi hins vegar finna ýmis dæmi um ómálfræðilegar yrðingar). Vel má vera að hún hafi aldrei áður verið sögð eða skrifuð og verði það heldur aldrei aftur, en hún gæti verið skrifuð eða sögð óforvarandis, hvenær sem er, og jafnvel endurtekin þúsund sinn- um, af því að hún er málfræðilega kórrétt. 7. Niðurlag Niðurstaðan úr minni litlu „málfræðingakönnun“ kom mér ekki á óvart. Hún er í fullu samræmi við það sem málfræðingar hafa hingað til verið á einu máli um, sem sé að vísandi núllfrumlög séu ótæk og því „ekki til“ í nútímaíslensku. Þetta stangast þó algerlega á við niðurstöðurnar úr net- könnuninni; þar kom í ljós að margir þátttakenda voru á því að núllfrum- lagssetningarnar væru eðlilegar, mismunandi margir eftir setningum, en tæplega 40% samþykktu þó þá núllfrumlagssetningu sem hlaut bestar undirtektir. Ég tel ekki augljóst að vísandi núllfrumlög brjóti gegn íslenskum setn- ingareglum, séu ómálfræðileg. Öll dæmin um núllfrumlögin sem ég hef rekist á eru auðskiljanleg, jafnvel án undanfara, og oft duga sagnendingar einar til þess að unnt sé að túlka þau tvímælalaust, a.m.k. í 1.p.flt. Og íslenska hefur ekki almenna „frumlagskvöð“, heldur leyfir hún ópersónu- leg núllfrumlög og frumlagseyður í aukasetningum við ákveðnar að - stæður, þ.e. þegar frumlagið er fært upp í aðalsetninguna með spurnar- færslu eða kjarnafærslu, eins og í (19a) og (19d). Tvö dæmi í viðbót: Hverjir heldur þú að __ verði kosnir?; Þessir frambjóðendur held ég að __ verði varla kosnir (sjá t.d. Maling og Zaenen 1978). Frumlagseyðurnar þarna eru svo- Halldór Ármann Sigurðsson108
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.