Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 116
er hins vegar hversu margir samhljóðaklasar liggja að baki hjá hverju ald-
ursbili eftir því um hvaða rannsókn er að ræða, eða u.þ.b. 130 hjá Indriða
Gíslasyni o.fl. (1986), um 60 í rannsókn Þóru Másdóttur (2008) og 46 hjá
Þóru Másdóttur o.fl. (2021). Þrátt fyrir þennan mun á fjölda klasa eru
niðurstöður rannsóknanna þriggja að mestu áþekkar í þeim tilvikum þar
sem um svipuð aldursbil er að ræða, hvort sem um er að ræða stök hljóð
eða samhljóðaklasa. Athugið að í rannsókn Þóru Másdóttur (2008) voru
öll börnin í yngri hópnum 2;4 ára gömul en hjá Þóru Másdóttur o.fl.
(2021) voru börnin í yngsta hópnum á aldrinum 2;6–2;11 ára. Eins er rétt
að taka fram að börnin í rannsókn Indriða Gíslasonar o.fl. voru á aldrin-
um 3;6–4;6 (yngri hópur) og 5;6–6;6 (eldri hópur). Yfirlitið í töflu 1 sýnir
glöggt að fyrir tveggja og hálfs árs aldur hafa börn tileinkað sér yfir helm-
ing stakra málhljóða og að nákvæmni í myndun þeirra fer vaxandi jafnt og
þétt þar til nærri 100% nákvæmni er náð við sjö ára aldur (7;0–7;11 ára).
Niðurstöðum þeirra tveggja rannsókna þar sem hljóðþróun var skoðuð
um og eftir fjögurra ára aldur ber saman um að þau stöku samhljóð sem
börn tileinka sér einna síðast eru /r, s, ɣ, / (Indriði Gíslason o.fl 1986;
Sigurður Konráðsson 1983; Þóra Másdóttir o.fl. 2021), auk önghljóðsins
/θ/ (Þóra Másdóttir o.fl. 2021).
Fjórða meginrannsóknin þar sem skoðuð var hljóðþróun íslenskra
barna, en ekki er greint frá í töflu 1, er rannsókn Önnu Maríu Gunnars -
dóttur (1994) þar sem könnuð var hljóðþróun barna á aldrinum 4;0–8;11
ára (n=496). Í niðurstöðum er greint frá meðaltalsgetu hvers barns fyrir
sig á Framburðarprófi SM og HÞ (Sigríður Magnúsdóttir og Höskuldur
Þráinsson 1981) en ekki var greint sérstaklega á milli stakra hljóða og
samhljóðaklasa. Í samanburði við rannsóknirnar í töflu 1 voru börnin í
rannsókn Önnu Maríu heldur fyrr á ferðinni í tileinkun stakra sam-
hljóða/klasa, þ.e. þau náðu tæplega 98% nákvæmni við fjögurra ára aldur
og yfir 99% strax við fimm ára aldur. Ein skýring á þessum færnimun
virðist liggja í því að í rannsókn hennar voru börn undanskilin þátttöku ef
þau höfðu verið í talþjálfun vegna framburðarfrávika en slík fráflokkun
var ekki viðhöfð í rannsóknunum sem greint er frá í töflu 1.
Í þessum kafla hefur umfjöllun um hljóðþróun barna takmarkast við
tileinkun stakra hljóða og samhljóðaklasa en sú vitneskja ein og sér nægir
ekki til að fá ítarlega innsýn í hljóðkerfi barns á máltökuskeiði. Talmeina -
fræðingar reiða sig á enn nákvæmari upplýsingar um hljóðkerfið, t.d. um
innbyrðis tengsl hljóða sem og þær reglur sem lýsa hljóðkerfi barns á mis-
munandi aldri. Aðgengi að slíkum upplýsingum auðveldar markmiða -
setn ingu þegar kemur að talþjálfun vegna framburðarfrávika. Áður en
Þóra Másdóttir o.fl.116