Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 123
Í töflu 2 má sjá að hljóðferlin eru að mörgu leyti svipuð milli aldurshópa
en einnig eru ákveðin ferli bundin við tiltekin aldursbil. Sjá má að með
hækkandi aldri lækkar að jafnaði hlutfall barna sem beita virkum hljóð -
ferlum og mörg ferli hverfa smám saman úr tali þeirra (auðir reitir). Enn
fremur breytist hljóðferlanotkunin eftir því sem börnin eldast. Hjá yngsta
aldurshópnum er brottfall hljóðs úr samhljóðaklasa algeng asta
ferlið en með hækkandi aldri hverfur það úr tali barnanna og önnur ferli
koma fyrir í meira mæli. Ferlin framstæð tunga (smámæli), bak-
hljóðun, framhljóðun, h-hljóðun (samhljóðaklasar), innskot
sam hljóðs og lokhljóðun koma hlutfallslega oftar fyrir eftir því sem
börnin verða eldri. Eins birtast ferlin hliðarhljóðun og brottfall
staks samhljóðs í bakstöðu (stofnorð) aftur eftir að hafa horfið úr
tali barnanna. Eftir því sem börnin eldast eru þau líklegri til þess að reyna
að mynda tiltekin hljóð í stað þess að fella þau brott, eins og algengt er hjá
yngri börnum. Ákveðin hljóðferli sem einfalda myndun þessara málhljóða
eru því líkleg til að koma fram í auknum mæli hjá eldri börnum áður en
þau ná tökum á tilteknum hljóðum og hljóðasamböndum (Anna Lísa Bene -
diktsdóttir o.fl. 2019–2020). Að lokum má nefna að meiri breytileiki ein-
kennir hljóðferlanotkun yngri aldurshópanna. Eftir því sem börnin eldast
verður meiri regla á notkuninni og þar af leiðandi er auðveldara að sjá
fyrir hvaða ferli þau nota.
Í rannsókn Önnu Lísu Benediktsdóttur o.fl. (2019–2020) var ekki
gerð nákvæm grein fyrir hvað felst í ferlinu sérhljóðabreyting (undir
annað í töflu 2), að öðru leyti en því að allar breytingar er vörðuðu sér-
hljóð voru flokkaðar saman í eitt ferli. Hátt hlutfall sérhljóðabreytinga
meðal yngstu barnanna gefur til kynna að þau hafi ekki verið með eins
nákvæma sérhljóðamyndun og eldri börnin. Hér verður þó að hafa í huga
að 16 af 17 hljóðferlum í töflu 2 taka til samhljóða en aðeins eitt til sér-
hljóða og því er ekki óeðlilegt að eina ferlið sem sérhljóð falla undir skuli
sýna háa hlutfallstölu. Engar upplýsingar liggja fyrir um þróun sérhljóða
hjá íslenskumælandi börnum en sýnt hefur verið fram á í erlendum rann-
sóknum að börn á máltökuskeiði séu fljót að tileinka sér sérhljóð (James
o.fl. 2001; Pollock og Berni 2003). Börn með frávik í framburði eru hins
vegar lengur að tileinka sér sérhljóð og breytileiki í myndun þeirra er meiri
en hjá börnum með dæmigerða máltöku (Pollock og Berni 2003).
Fjögur hljóðferli, röddun óraddaðs hljóðs, nefhljóðun, hljóða -
víxl og varahljóðun, voru undanskilin ofannefndri kröfu um að koma
þrisvar sinnum eða oftar fyrir í tali barns. Þetta stafaði af því að tækifærin
Hljóðferli barna með frávik í framburði 123