Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 181
margrét guðmundsdóttir
Mál á mannsævi
70 ára þróun tilbrigða í framburði — einstaklingar og samfélag
Kynning
Ég vil byrja á því að fyrirbyggja misskilning.1 Orðið mannsævi í titli þessarar rit-
gerðar vísar til viðfangsefnisins — ekki ævi höfundar og þess langa tíma sem hann
hefur unnið að þessu verki.
Viðfangsefni
Viðfangsefni mitt í þessari rannsókn er útbreiðsla málbreytinga. Sú áhugaverða
spurning hvernig þær kvikni liggur því óbætt hjá garði. Nánar tiltekið snýst rann-
sóknin um þróun framburðar. Undir eru tvö svæði og fjögur tilbrigðapör þar sem
Íslenskt mál 44 (2022), 181–223. © 2022 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
1 Ég vil þakka leiðbeinanda mínum, Höskuldi Þráinssyni, fyrir ómetanlega leiðsögn,
stuðning og hvatningu. Án alls þess hefði þessi ritgerð aldrei orðið að veruleika og það má
raunar segja um svo margt sem á málfræðilega daga mína hefur drifið. Ég færi einnig Helge
Sandøy og Kristjáni Árnasyni, sem sátu í doktorsnefndinni, ómældar þakkir fyrir framlag
þeirra. Þeir voru alltaf boðnir og búnir að rökræða og ráðleggja, miðla mér af þekkingu
sinni og reynslu og gagnrýna á uppbyggilegan hátt. Andmælendum mínum, Finni Frið -
rikssyni og Ara Páli Kristinssyni, þakka ég þá miklu vinnu sem þeir lögðu í undirbúning
doktorsvarnarinnar, málefnalega gagnrýni og samræðu. Loks þakka ég Jóni Karli Helga -
syni, varadeildarforseta Íslensku- og menningardeildar, styrka stjórn athafnarinnar.
Rannsókn mín var hluti af verkefninu Málbreytingar í rauntíma í íslensku hljóðkerfi og
setningagerð (RAUN) sem Höskuldur Þráinsson stýrði og hlaut þriggja ára styrk Rann -
sókna sjóðs (Rannís) árið 2010. Þá voru veigamiklir þættir innan rannsóknar minnar unnir
á grundvelli styrkja sem Kristján Árnason hlaut hjá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands til
verkefnanna Félagsleg og hugmyndafræðileg áhrif í málþróun og breytileika (2013) og Dulin
viðhorf til íslenskra málbrigða, mat á málnotkun (2015). Einnig komu að góðum notum styrkir
frá Þjóðhátíðarsjóði, Vinnumálastofnun og Málvísindastofnun. Styrkveitendum eru færðar
miklar þakkir, sem og Landsbókasafni Íslands — Háskólabókasafni og þeim fjölmörgu
sem veittu aðstoð við þær rannsóknir sem koma við sögu í Máli á mannsævi. Síðast en ekki
síst ber að þakka þeim þúsundum Íslendinga sem tóku þátt í rannsóknunum.
Það sem hér fer á eftir er að mestu leyti orðrétt sú kynning sem ég flutti við upphaf
doktorsvarnarinnar. Þó hef ég á stöku stað bætt við upplýsingum sem aðeins voru á glær-
um og annars staðar fléttað inn í textann þeim glærum sem ég varpaði upp og eru nauðsyn-
legar fyrir samhengið.