Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 197

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 197
2. Grunnforsendur og aðferðir Ég vil hefja þennan fyrri hluta andmælanna á því að leggja fram tvær spurningar sem tengjast tveimur helstu útgangspunktum verksins. Það hefur þegar komið fram að Margrét horfir í ritgerð sinni bæði til málkunnáttufræða og félagsmálvís- inda til þess að geta lýst og skýrt þær málbreytingar sem hún tekur til umfjöllun- ar. Hún gerir grein fyrir þessari nálgun sinni bæði í inngangi og í fræðilegum bak- grunnshluta verksins og gerir t.a.m. grein fyrir meginsjónarhornum hvors kenn- ingakerfis fyrir sig, hvað málbreytingar varðar, á bls. 33. Í neðanmálsgrein þar nefnir hún hins vegar að „vitaskuld [mætti] tína til fleiri strauma og stefnur innan málvísinda, þ.e. fleiri „hópa“ [en málkunnáttufræðinga og félagsmálfræðinga], en þetta eru þau sjónarhorn sem tekið er mið af í þessari rannsókn.“ Ekki er hins vegar rökstutt nánar hvers vegna þessir „fleiri hópar“ eru ekki tíndir til og því liggur nokkuð beint við að spyrja eftirfarandi spurningar: i) Hvað hafa þau kenningakerfi sem stuðst er við í ritgerðinni til brunns að bera umfram önnur í samhengi viðfangsefnis Margrétar? Í beinu framhaldi af þessu vil ég rýna nánar í val Margrétar á tilbrigðum. Það hefur þegar komið nokkrum sinnum fram að hér er um að ræða fjögur pör fram- burðarafbrigða í íslensku, þ.e. harðmæli og linmæli, einhljóðaframburð og tví- hljóðaframburð, raddaðan framburð og óraddaðan, og hv-framburð og kv-fram- burð, og þeim og þróun þeirra er sennilega hvergi eins vel og ítarlega lýst og í þessu verki. Hins vegar eru þau lögð inn í umræðuna án mikillar umræðu um for- sendur þess og því spyr ég: ii) Á hvaða forsendum voru þessi tilbrigði eða tilbrigðapör valin um - fram önnur? Eru þau á einhvern hátt dæmigerð fyrir þá krafta eða reglur sem Margrét vildi taka til skoðunar eða liggja hér einhver önnur rök að baki, t.d. praktísk? Nú víkur sögunni með beinni hætti að aðferðafræðilegum atriðum. Ég hef þegar mært það framlag Margrétar sem felst í því að draga hér saman gögn sem spanna 70 ár og þrjár kynslóðir, en þar hreifst ég sérstaklega af því hve gaumgæfilega hún reynir að laga gögn Björns Guðfinnssonar að nútímanum. Við söfnun og úr - vinnslu eins umfangsmikilla gagna og hér um ræðir koma þó óhjákvæmilega upp ýmis álitamál sem rétt er að taka til nánari umræðu. Í þeim efnum legg ég fyrst fram eftirfarandi spurningu: iii) Hversu samrýmanleg eru gögn Björns Guðfinnssonar því efni frá seinni tímum sem unnið var úr og hvernig getum við verið viss um hugsanlegan samrýmanleika, ekki síst í ljósi þess að við höfum ekki aðgang að neinum upptökum frá Birni? Er t.d. engin hætta á að mis- ræmi sé í framburðardómum Björns og seinni tíma matsfólks — og varð Margrét kannski einhvers staðar vör við misræmi af þeim toga? Andmæli við doktorsvörn Margrétar Guðmundsdóttur 197
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.