Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 197
2. Grunnforsendur og aðferðir
Ég vil hefja þennan fyrri hluta andmælanna á því að leggja fram tvær spurningar
sem tengjast tveimur helstu útgangspunktum verksins. Það hefur þegar komið
fram að Margrét horfir í ritgerð sinni bæði til málkunnáttufræða og félagsmálvís-
inda til þess að geta lýst og skýrt þær málbreytingar sem hún tekur til umfjöllun-
ar. Hún gerir grein fyrir þessari nálgun sinni bæði í inngangi og í fræðilegum bak-
grunnshluta verksins og gerir t.a.m. grein fyrir meginsjónarhornum hvors kenn-
ingakerfis fyrir sig, hvað málbreytingar varðar, á bls. 33. Í neðanmálsgrein þar
nefnir hún hins vegar að „vitaskuld [mætti] tína til fleiri strauma og stefnur innan
málvísinda, þ.e. fleiri „hópa“ [en málkunnáttufræðinga og félagsmálfræðinga], en
þetta eru þau sjónarhorn sem tekið er mið af í þessari rannsókn.“ Ekki er hins
vegar rökstutt nánar hvers vegna þessir „fleiri hópar“ eru ekki tíndir til og því
liggur nokkuð beint við að spyrja eftirfarandi spurningar:
i) Hvað hafa þau kenningakerfi sem stuðst er við í ritgerðinni til
brunns að bera umfram önnur í samhengi viðfangsefnis Margrétar?
Í beinu framhaldi af þessu vil ég rýna nánar í val Margrétar á tilbrigðum. Það
hefur þegar komið nokkrum sinnum fram að hér er um að ræða fjögur pör fram-
burðarafbrigða í íslensku, þ.e. harðmæli og linmæli, einhljóðaframburð og tví-
hljóðaframburð, raddaðan framburð og óraddaðan, og hv-framburð og kv-fram-
burð, og þeim og þróun þeirra er sennilega hvergi eins vel og ítarlega lýst og í
þessu verki. Hins vegar eru þau lögð inn í umræðuna án mikillar umræðu um for-
sendur þess og því spyr ég:
ii) Á hvaða forsendum voru þessi tilbrigði eða tilbrigðapör valin um -
fram önnur? Eru þau á einhvern hátt dæmigerð fyrir þá krafta eða
reglur sem Margrét vildi taka til skoðunar eða liggja hér einhver
önnur rök að baki, t.d. praktísk?
Nú víkur sögunni með beinni hætti að aðferðafræðilegum atriðum. Ég hef þegar
mært það framlag Margrétar sem felst í því að draga hér saman gögn sem spanna
70 ár og þrjár kynslóðir, en þar hreifst ég sérstaklega af því hve gaumgæfilega hún
reynir að laga gögn Björns Guðfinnssonar að nútímanum. Við söfnun og úr -
vinnslu eins umfangsmikilla gagna og hér um ræðir koma þó óhjákvæmilega upp
ýmis álitamál sem rétt er að taka til nánari umræðu. Í þeim efnum legg ég fyrst
fram eftirfarandi spurningu:
iii) Hversu samrýmanleg eru gögn Björns Guðfinnssonar því efni frá
seinni tímum sem unnið var úr og hvernig getum við verið viss um
hugsanlegan samrýmanleika, ekki síst í ljósi þess að við höfum ekki
aðgang að neinum upptökum frá Birni? Er t.d. engin hætta á að mis-
ræmi sé í framburðardómum Björns og seinni tíma matsfólks — og
varð Margrét kannski einhvers staðar vör við misræmi af þeim toga?
Andmæli við doktorsvörn Margrétar Guðmundsdóttur 197