Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 203
Þetta var ekki rannsókn á tilteknum málbreytingum, þó að ég skoðaði einhver
dæmi til að styðja mál mitt. Þegar ég hins vegar fékk tækifæri til að vinna með
gögnin sem var safnað í RAUN-rannsókninni og bæta þeim við eldri gögn, RÍN
og rannsókn Björns, var ég komin með efnivið til að framkvæma það sem mig
hafði langað til að gera þarna upp úr 1990 — að tvinna saman þessi ólíku sjónar-
horn á mál þannig að þau ættu samleið í rannsókn á tilteknum málbreytingum.
Svar við spurningu ii): Það er rétt, sem þú nefndir, að ekki er fjallað um val á
tilbrigðapörum í löngu máli, en umfjöllunin er þó strax í inngangi sem gefur
henni ákveðið vægi.
Við þetta val hafði ég í huga að ég vildi skoða tvö staðbundin afbrigði hjá sama
fólki. Með því að hafa undir bæði harðmæli og raddaðan framburð (og þá um leið
linmæli og óraddaðan framburð) hjá sama fólki má segja að félagslegum þáttum
sem taka þarf með í reikninginn fækki. Þó að afbrigðin séu tvö er æviskeiðið
aðeins eitt. Í ritgerðinni kemur fram að notkun óraddaðs framburðar eykst mikið
milli rannsóknar Björns Guðfinnssonar og RÍN-rannsóknarinnar, en notkun lin-
mælis mun minna. Þar sem um sama úrtak er að ræða er til dæmis hægt að útiloka
að það stafi af því að sumir málhafar hafi dvalið meira en aðrir á höfuðborgar -
svæðinu, eða annars staðar utan Norðurlands. Þessi tvö afbrigði eru rannsökuð
hjá sama úrtaki og því er þessi óvissuþáttur ekki fyrir hendi.
Þar sem ég hafði áhuga á því að kanna hvort málfræðilegur munur á til-
brigðapörum gæti haft áhrif á útbreiðslumöguleika þeirra og útbreiðsluhraða vildi
ég hafa undir pör sem væru að talsverðu marki ólík að þessu leyti. Það er ekki alltaf
sams konar breyting á málkerfinu sem felst í því að breyta framburðinum. Segja
má að breytingin frá rödduðum framburði yfir í óraddaðan feli í sér „út víkkun“
afröddunarreglunnar. Hún var fyrir hendi í málkerfinu en með tileinkun óradd -
aðs framburðar nær hún til fleiri hljóðasambanda en áður. Breyt ingin frá hv-fram-
burði til kv-framburðar er hins vegar einhvers konar breyting innan orðasafnsins.
Tilbrigðapörin sem ég valdi eru öll að einhverju marki ólík og gáfu því tækifæri
til að kanna hvort og þá hvernig málfræðilegur munur af þessu tagi kæmi fram í
ævibreytingum.
Loks fannst mér kostur að tíðni allra landshlutabundnu afbrigðanna hefði
verið tiltölulega há í rannsókn Björns. Það er ekki víst að stutt og langt komnar
málbreytingar séu sambærilegar. Þegar ég hafði valið afbrigði og fór að greina
gögn Björns kom reyndar í ljós að tíðnin var líkari en ég hélt í upphafi. Öll af -
brigðin fengu yfir 190 í meðaleinkunn á kjarnasvæðum sínum í rannsókn Björns,
sem felur í sér að þátttakendur hafi notað þau í yfir 90% tilvika. Greining Björns
sjálfs hafði gefið til kynna meiri mun.
Það freistaði mín að hafa vestfirskan einhljóðaframburð með í rannsókninni,
en þá hefði ég ekki haft tvö afbrigði frá sama svæði, hjá sama fólki. Þar að auki
fannst mér eiginlega að ég hefði nóg við að vera með þau fjögur sem ég valdi.
Svör við andmælum Finns Friðrikssonar 203