Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 204

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 204
Svar við spurningu iii): Þetta er stór spurning. Það er talsverð óvissa fólgin í því að ekki séu til upptökur úr rannsókn Björns. Slíkt var svo fjarlægt á þessum tíma að Björn nefnir ekki einu sinni möguleikann og það er til marks um ólíkar aðstæður við rannsóknirnar að hann tiltekur sérstaklega að það hafi verið mikið hagræði fólgið í því að hafa bifreið. Reyndar voru ekki alls staðar vegir og brýr fyrir þessa bifreið þannig að Björn fór líka um á hrossi. Það sýnir vel hvað rann- sókn hans var mikið afrek og aðstæðurnar aðrar en í seinni rannsóknum. Óvissuþættirnir sem tína mætti til eru eiginlega svo margir að ef ég færi að telja þá upp myndum við kannski sjá þann kost vænstan að pakka saman og fara heim. Þá er nokkur huggun í því að þegar maður les um erlendar rauntímarann- sóknir, þar sem eldri efniviður er nýttur, er oft tiltekið að „gamla rannsóknin“ hafi nú ekki að öllu leyti verið eins og best væri á kosið. Og þá er hnýtt við að hafa skuli það sem hendi er næst en hugsa ekki um það sem ekki fæst. Það gildir líka hér. Þó að það fylgi því óvissa að nýta gögn Björns eru þau að mínu mati alltof verðmæt og upplýsandi um fyrri framburð til að sleppa því. Einn óvissuþátturinn felst í því sem þú nefndir, að framburðardómar gætu verið ólíkir. Munurinn á harðmæli og linmæli felst ekki bara í því að hjá sumum sé tíðni harðmælis há en lægri hjá öðrum, heldur getur fráblásturinn verið mis- sterkur. Spurningin er: Hvar dró Björn mörkin? Hversu sterkur þurfti fráblást- urinn að vera til að hann mæti það svo að um harðmæli væri að ræða? Við því er ekkert svar, en ég skoðaði gögn Björns mjög vel, reyndi að kynnast þeim til að geta betur áttað mig á óvissuþáttum. Þó að maður geti aldrei verið viss sannfærðist ég um að samanburður við seinni rannsóknir væri raunhæfur og rétt- mætur. Það sem maður gerir líka þegar hugleiðing um óvissu leitar á mann er að kafa ofan í dæmin. Sem dæmi um það má nefna að í úrtakinu frá Norðurlandi var kona sem notaði harðmæli mjög lítið í rannsókn Björns. Hún fékk aðeins 110 í meðaleinkunn sem jafngildir því að hún hafi notað harðmæli í 10% próforða. Í RÍN og RAUN var einkunnin hins vegar komin upp í 190 og 195. Þá hugsar maður: Er þetta kannski til marks um að Björn hafi metið harðmæli á annan hátt en gert var í seinni rannsóknum. Breyttist framburðurinn ef til vill ekki, heldur matið? Á framburðarspjaldinu kom fram að móðir þessa málhafa var aðflutt frá Reykjavík en faðirinn var norðlenskur. Þar var eilítil vísbending um að háa tíðni linmælis mætti rekja til móðurinnar, en það vildi þannig til að málhafinn hét sjald- gæfu nafni þannig að ég gúglaði í leit að frekari upplýsingum. Þær reyndust drjúgar. Móðirin hafði verið tiltölulega nýkomin til Norðurlands þegar málhaf- inn fæddist. Æskuheimilið var því ef til vill mótað af því að þar bjó aðflutt mann- eskja, kannski voru enn sterk tengsl við Reykjavík. Þegar konan sjálf óx úr grasi giftist hún norðlenskum manni og þau áttu allmörg börn sem settust að á Norður landi. Smám saman má því segja að konan hafi byggt upp sitt eigið norð - lenska bakland. Þar að auki kom í ljós að hún var mjög virk í sínu samfélagi. Ég Margrét Guðmundsdóttir204
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.