Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 208

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 208
Svar við spurningu ix): Nei, það er ekki svo að ég telji málfræðilega þætti vega þyngra í útskýringum. Ég held að það sjáist til dæmis á því að í tilraunum mínum til að skýra þróun harðmælis leita ég fyrst og fremst til félagslegu þáttanna. Ég skoðaði líka samfélagslegar breytingar, hvernig fólksflutningar og sveiflur í at - vinnu lífinu höfðu áhrif. Það getur hins vegar verið að mér hafi fundist ég þurfa að leggja meiri kraft í málkerfislegar skýringar til að sannfæra aðra. Það er svo rækilega búið að sýna fram á þátt félagslegra krafta. Það var ekki hugmyndin í upphafi að líta svo mjög til viðhorfa eins og raunin varð. Ég ætlaði að skoða flutninga, kyn, menntun og kannski fleira af þeim toga. Ég skoðaði bæði flutninga og kyn. Myndin sem birtist við samanburð á körlum og konum var frekar óreiðukennd, en raunar sýna aðrar rannsóknir að kynja - munur í málbreytingum getur verið á þennan veginn eða hinn. Menntun úrtaks- ins reyndist hins vegar of einsleit til slíkrar athugunar. Það var svo þróun harð - mælis sem rak mig á mið viðhorfanna. En auðvitað hljóta félagslegir kraftar að vera fleiri. Svar við spurningu x): Mér finnst dálítið gaman að hugleiða þessa kaos eða óreiðu frá tveimur sjónarhornum. Ég er ekki viss um að þetta sé kaos frá „sjón- arhóli tungumálsins“. Kannski er það þannig að „málfræðilegt flækjustig“ geti haft ákveðna „þyngd“ og til að vega upp á móti henni þurfi félagslegir kraftar, eins og viðhorf, síðan að ná tiltekinni „þyngd“ — og öfugt. Þannig sé tiltölulega rakið hvað gerist við hvaða málfræðilegu og félagslegu aðstæður. En við málfræðingar erum held ég alltaf dæmd til að horfa í baksýnisspegilinn, skoða hvað gerðist og reyna að finna skýringar. Við getum kannski reynt að kortleggja málkerfislegu flækjurnar en við vitum aldrei hvernig samfélagið þróast. Hverjum hefði til dæmis dottið það í hug árið 1970 að viðhorf til mállýskna í Noregi myndu breyt - ast eins og raunin varð? Kannski ferð þú í vinnuna á Akureyri á morgun og segir að nú sé raddaður framburður við það að hverfa úr máli ungmenna og eitthvað þurfi að gera í málinu. Og ef til vill verður svo eitthvað gert í málinu, ég veit ekki hvað, en kannski eitthvað sem hefur þau áhrif að staða raddaðs framburðar sem hluti af sjálfsmynd og ímynd Norðlendinga styrkist. Það gæti haft áhrif á þá þróun sem nú virðist blasa við. Við getum ekki spáð fyrir um þá félagslegu krafta sem verða að verki í framtíðinni og þar af leiðandi getum við ekki spáð fyrir um þróun málbreytinganna. Svar við spurningu xi):  Mér finnst mikilvægt að skoða framhald þróunarinnar. Mun til dæmis harðmæli sækja í sig veðrið með aldrinum hjá Norðlendingum sem nú eru ungir? Svo myndi ég gjarna vilja vita hvernig staða norðlensku af - brigðanna er hjá ungmennum á stærra svæði en var kannað í tengslum við RAUN- rannsóknina. Þá var ekki farið til Dalvíkur og Ólafsfjarðar og það er ástæða til að ætla að þau standi sterkar þar en á svæðinu sem var kannað. Og eins þyrfti að kanna stöðuna í Suður-Þingeyjarsýslu. Margrét Guðmundsdóttir208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.