Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 218

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 218
enn annað. Þar gæti e.t.v. verið áhugaverður flötur sem Margrét eða aðrir rann- sakendur gætu skoðað betur þegar áfram yrði haldið með rauntímarannsóknir á afdrifum framburðartilbrigðanna. Þegar horft er til þess t.d. að þátttakendur í rannsókn Björns Guðfinnssonar voru nákvæmlega flokkaðir eftir skólahverfum (alls 225 skólahverfi) hefði kannski verið freistandi að leyfa sér að álykta um að sum þeirra, á afmörkuðum svæðum, gætu talist dæmigerð fyrir sterkt félagsnet. Á bls. 42 í ritgerðinni segir raunar: „Þar sem „allir þekkja alla“ er félagsnet fólks yfirleitt sterkt.“ Nokkrum línum neðar er rakið hvernig rannsóknir James og Lesley Milroy hafi sýnt að: „Í ljós komu skýr tengsl milli sterks félagsnets og notkunar mállýskubundinna af brigða.“ Ef litið er til gagnanna frá Birni Guðfinnssyni má m.a. finna Hríseyjar skólahverfi með 40 málhöfum, skv. töflu á bls. 365 í ritgerðinni; einnig t.d. 28 manns í Grýtu - bakkaskólahverfi, og 15 manns í Flateyjarskólahverfi. iii) Hefði e.t.v. verið óhætt að álykta að sú skilgreining ritgerðarinnar á sterku félagsneti að „allir þekki alla“ hefði getað átt t.d. við um Hríseyingana í Björnsrannsókn — og eftir atvikum annað fólk í hreppum hér og þar um landið? Og ef svo er, mætti þá kannski halda því fram að gögnin bjóði eftir allt saman upp á (a.m.k. óbeinar) upplýsingar um félagsnet? 7. Um notkun hugtaka og íðorða Það orkar svolítið truflandi við lestur ritgerðarinnar að stundum eru valin önnur heiti en almennt tíðkast um viss lykilhugtök. Þetta á einkanlega við um orðið málbrigði, sem notað er í ritgerðinni á sama hátt og tilbrigði (e. variant), þ.e. um gildi ákveðinnar framburðarbreytu. Reyndar fannst mér einnig gæta óþarfa tregðu við að nota orðið breyta um e. variable. Sem betur fer skilgreinir Margrét orða - notkun sína skilmerkilega í 2. kafla. Orðið málbrigði hefur verið haft um e. language variety sem er eins konar yfir- hugtak eða hlutlaust hugtak þegar ekki er hægt (eða ástæðulaust er talið) að ákvarða hvort um sé að ræða tungumál eða mállýsku. Lykilatriði í þessu sambandi er að málbrigði í þeirri merkingu vísar til „safns formþátta“ og er þannig langt frá því að vera samheiti við tilbrigði (e. variant). Á íslensku hefur language variety reyndar einnig stundum verið nefnt málafbrigði (og það heiti er nefnt í ritgerðinni, bls. 26) og er það eiginlega lengri eða nákvæmari útgáfa orðsins málbrigði. 8. Hvað er norðlenska? Í leiðara Fréttablaðsins 7. júlí 2022 rifjaði Sigmundur Ernir Rúnarsson upp ræðu sem Steingrímur J. Sigfússon hefði haldið fyrir allmörgum árum um auðhyggju, Ari Páll Kristinsson218
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.