Heilbrigt líf - 01.12.1958, Qupperneq 14
mein). Svipuð eituráhrif geislavirkra efna eru kunn frá
radíum, sem notað hefur verið í iðnaði, t. d. á sjálflýsandi
sldfur. Skífumálararnir fengu efnið ofan i sig um melt-
ingarfærin eða við innöndun. Mörgum árum síðar iiafa
komið fram eituráhrif, heinskemmdir, æxli eða blóðsj úk-
dóinar. Það getur þvi verið mjög varhugavert ef geisla-
virk efni komast í meltingarfærin, en slikt getur m. a.
komið fyrir ef hörn eða óvitar handleika skífur með sjálf-
lýsandi vísum eða tölum. Enn þann dag í dag koma fyrir
eitranir af slíkum efnum meðal iðnaðarmanna.
Erfitt er að segja með vissu, live milcið magn af geisla-
virku efni eins og strontíum þolist að skaðlausu fyrir
heilsu manna. Það er ekki fullrannsakað, hver efri mörk-
in eru. Rannsóknir liafa sýnt, að mesta magn, sem fund-
izt hefur i beinum, muni vera um einn þúsnndasti hluti
þess, sem nú er talinn hættulaus eða „leyfilegur“ skammt-
ur hjá þeim, sem vinna með slik efni. Ef miðað er við
heila þjóð, mætti væntanlega færa leyfilegan skammt nið-
ur í einn tiunda hluta af ofangreindum skammti'. Senni-
legt er, að hörn séu viðkvæmari fyrir slikurn geislavirk-
um efnum en fullorðnir.
Hér að framan hefur verið reynt að gera nokkra grein
fyrir þvi geislandi umhverfi, sem maðurinn lifir í, og
drepið á þær liættur, sem stafað geta frá ósýnigeislum.
Ljóst er, að maðurinn, ásamt öðrum lifandi verum, hefur
húið við náttúrugeislun frá örófi alda, en jarðgeislnnin
hefur minnkað með tímanum frá upphafi jarðar. Það
sýnist því ekki fjarri sanni, að hún gæti átt einhvern nauð-
synlegan þátt í viðgangi lífsins, en það er þó ekki skoðun
þeirra, sem þekkingu hafa á þessu sviði. Ei'fðafræðingar
telja, að náttúrugeislun geti valdið 2% til 20% þeirra
stökkhreytinga (mutation), sem stöðugt eiga sér stað, þ. e.
vanslcöpun eða sjúkdómum, sem geta erfzt. Meiri al-
menn geislun myndi hækka það hlutfall. Með þeirri þekk-
ingu, sem nú er, nmn vera talið óæskilegt eða varasamt
að geislun á hvern einstakling þjóðar verði meiri en sem
12
Heilbrigt líf