Heilbrigt líf - 01.12.1958, Page 17
Júlíus Sigurjónsson prófessor;
Fluor í neyzluvatni og áhrif
þess á tennur
Flúor er eitt af frumefnunum og er því skipað í flokk
með klóri, brómi og joði. Hreint flúor er lofttegund, en
yfirleitt verður þess lítt vart öðruvísi en í söltum. Flúor-
sölt eru í ýmsum bergtegundum og í jarðvegi. Þaðan
berast þau í vatn og til sjávar.
1 líkama manna er örlítið af flúor, mest í tönnum og
öðrum beinum, en þar virðist það hafa sérstöku hlut-
verki að gegna. Þessa efnis er aflað bæði úr mat og
neyzluvatni. Um magn þess i fæðutegundum er enn of
lítið vitað, til að unnt sé að áætla neyzlumagn i daglegu
fæði, en rannsókn neyzluvatns er tiltölulega auðveld.
Langalgengast mun vera, að flúormagn í neyzluvatni
nemi aðeins broti úr millígrammi i hverjum litra. Sums
staðar hafa þó mælzt nokkur millígrömm í lítra, allt
að 10 mg og jafnvel enn meira. En einmitt þar sem svo
er, hefur um langan aldur borið allmikið á því, að tenn-
ur manna væru óeðlilegar útlits og það á sérkennilegan
hátt. Á harnsaldri koma fram hvítleitir, krítarkenndir
dílar á glerung fullorðinstannanna, síðan dölckna þeir
og verða móbrúnir. Er þetta oft allmjög til óprýði, en
aulc þess getur svo farið, að glerungurinn molni þarna
af, og er þá hættara en ella við tannátu.
Það eru nú um 30 ár síðan sannazt þótti hafa, að þessir
blettir á tönnunum stöfuðu af of miklu flúor í neyzlu-
vatni, enda verður þeirra að jafnaði vart, þar sem meira
Heilbrigt líf
15