Heilbrigt líf - 01.12.1958, Side 19
Newburgh fær, svo að flúormagn þess var stöðugt
1—l,2mg/l, en vatnið í Kingston var óbreytt.
Aður höfðu farið fram rækilegar athuganir á tönnum
allra skólaharna á aldrinum 6—12 ára, og tíðni tann-
skennnda hafði reynzt hin sama, eða þvi sem næst, í báð-
um borgunum.
Tannskoðun var endurtekin árlega allan reynslutím-
ann, sem var 10 ár, og að honum loknum voru birtar
mjög ítarlegar skýrslur um árangurinn.
Tölurnar, sem hér eru sýndar í töflu 1, eru teknar úr
þessum skýrslum.*) Sýna þær, að nú er verulegur mun-
ur á tannskemmdum skólaharna í Newhurgh og Kingston.
TAFLA 1.
Samanburður á tíðni tannskemmda í Newburgh og King-
ston árið 1955, þ. e. 10 árum eftir að farið var að blanda
flúor í vatnið í Newburgh.
Nl) Fullorðins- Skemmdar
Aldur eða Fjöldi tennur fullorðins-
K2) barna teknar tennurS)
6— 9 ára N 734 6861 10,0
K 940 9231 23,1
10—12 ára N 522 11139 15,4
K 640 13888 32,2
13—14 ára N 263 7123 22,5
K 441 11989 43,0
16 ára N 109 3058 34,8
K 119 3330 58,9
*) Heimild: J. Am. Dent. Assoc. 52, Marz 1956.
1) N = Newburgh. 2) K = Kingston.
3) Hér eru taldar með viðgerðar tennur og útdregnar.
Heilbrigt líf
17