Heilbrigt líf - 01.12.1958, Page 24
uð hefur verið og lá frammi á fundinum. Nær hún yfir
tímabilið frá apríl 1957 til apríl 1959, og þar er ofan-
greindra mála getið.
Engar umræður urðu um skýrsluna og var hún sam-
þykkt samhljóða.
3. Reikningar. — Þá las gjaldkeri, Árni Björnsson, upp
reikninga félagsins fyrir starfsárin tvö, er liðin eru frá
síðasta aðalfundi: 1. april 1957 til 1. april 1958 svo og 1.
apríl 1958 til 1. apríl 1959.
Hið fyrra tímabilið urðu útgjöld alls kr. 241.288,03 og
halli á rekstrinum kr. 100.981,25, þannig að skuldlaus eign
lækkaði úr kr. 679.148,78 í kr. 509.967,94.
Síðara tímabilið urðu heildarútgj öld kr. 213.763,79 og
lialli á rekstrinum kr. 6.163,36. Skuldlaus eign taldist kr.
603.604,99 í lok reikningsársins.
Ekki urðu umræður um reikningana. Þeir voru bornir
upp og samþykktir í einu hljóði.
4. Kosningar:
A. Formaður var endurkjörinn: Þorsteinn Scli. Thor-
steinsson.
B. Aðalstjórn: Þessir voru kjörnir til 4 ára:
Gisli Jónasson
Sigríður Bachmann
Guðmundur Thoroddsen
Jón Mathiesen
Óli J. Ólason
Guðmundur Karl Pétursson
Guido Bernhöft og
Gunnlaugur Þórðarson.
Þessir áttu sæti i stjórninni fyrir, og til aðalfundar 1961:
Kristinn Stefánsson
Sigurður Sigurðsson
Sveinn Jónsson
22
Heilbrigt líf