Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 26
G. Endurskoðendur voru kosnir þeir:
Víglundur Möller, fulltrúi, og
Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir, — en
Svava Mathiesen til vara.
5. Árgjöld deilda voru samþykkt óbreytt.
6. Næsti fundarstaður var samþykkt að yrði Hafnar-
fjörður, að boði hafnfirzkra fulltrúa.
7. Önnur mál: Á fundinum voru lagðar fram og reif-
aðar fjórar tillögur um ýms málefni, sem snerta Rauða
kross Islands.
ALÞJiOÐLEGT FLÖTTAMANNAÁR.
Síðasta þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti, að tíma-
bilið frá 1. júni 1959 til jafnlengdar 1960 skyldi teljast
alþj óðlegt flóttamannaár.
Framkvæmdaráð Rauða kross Islands hugðist taka þátt
í þessu alþjóðlega flóttamannaári með fjársöfnun á þessu
hausti, senr renna skyldi til alþjóðaflóttamannahjálpar-
innar, og á aðalfundi Rauða kross Islands 31. ágúst s.l.
var samþykkt svohljóðandi tillaga:
„Aðalfundur Rauða kross Islands beinir því til is-
lenzku þjóðarinnar, að hún leggi af mörkum sem hún
má til lausnar hinum aðkallandi vandamálum, sem
flóttafólk á við að húa, og treystir því, að hún hregð-
ist vel við, þegar Rauði krossinn í tilefni alþjóðaflótta-
mannaársins leitar til almennings.“
Á meðan hafði það gerzt, að Þjóðlcirkjan hafði hafizt
handa fyrir atbeina Alkirkjuráðsins og Lútherska heims-
sambandsins um söfnun handa flóttamönnum í Jórdaníu
og Hong Kong, og ákváðu aðalstjórn og framkvæmdaráð á
fundi sinum 9. nóvemher sl. að fresta fjársöfnun sinni
til vors, en að sjálfsögðu munu Rauði kross Islands og
Rauða kross deildirnar veita viðtöku öllum þeim gjöf-
um, sem berast kunna.
24
Heilbrigt líf