Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 29
lands. Fyrst voru tvær stúlkur, á aldrinum 14—15 ára,
sendar heim í ágúst 1957 samkvæmt ósk foreldra þeirra,
og hefur Rauði Krossinn iiaft góðar fregnir af þeim.
Nokkru síðar sneru þrír karlmenn heim, næstum sam-
tímis. Tveir þeirra hafa látið frá sér heyra, og er annar
þeirra undir allströngu eftirliti, en frá þeim þriðja hefur
ekki heyrzt orð, þrátt fyrir loforð þar um. Loks hélt
fjórði maðurinn heim á s.l. sumri, samkvæmt eindregn-
um tilmælum aðstandenda sinna, í fyrstu bárust sæmi-
legar fréttir af honum, en nú liafa Rauða krossinum
borizt fregnir, sem benda til þess, að hann liafi verið
sviptur frelsi sínu.
Um það hil ári eftir komu hinna 52 ungversku flótta-
manna, bættist ein kona í hópinn, eiginkona eins flótta-
mannsins; hafði hún flúið í gegnum Júgóslavíu lil Italíu
og komst þaðan til Islands. Loks er þess að geta, að ung-
verski taflmaðurinn Pal Renkö, sem tók þátt í taflmóti,
er haldið var liér í Reykjavík, gerðist flóttamaður og
fékk fyrirgreðslu lijá Rauða kross Islands. Hann dvald-
ist um það bil þrjá mánuði á Islandi, en fór til Randa-
ríkjanna, en þangað var faðir lians kominn á undan
honum.
Samkvæmt þessu sézt, að hér eru ennþá 42 ungverskir
flóttamenn, og má gera ráð fyrir, að meginhluti þeirra
setjist hér að fyrir fullt og allt. Tólf af þessu fólki hafa
stofnað til hjónabands, fimm af þeim Iijónaböndum eru
algj örlega ungversk hjónabönd, í einu hjónabandi er
eiginmaðurinn íslenzkur, og loks er eitt hjónaband, þar
sem eiginkonan er norsk. Fjögur börn hafa bætzt í lióp-
inn, þrjú hjónabandsbörn, en eitt utan hjónabands, og
er faðir þess íslenzkur. Flest af fólkinu er búsett hér
í Reykjavik eða 31, svo og þrjú hinna nýfæddu barna,
10 eru búsett i Vestmannaeyjum, og er þar líka fjórða
ungbarnið, loks J)ýr ein stúlka norðanlands.
Að endingu skal þess getið, að sjóðir flóttamannasöfn-
unar Rauða kross Islands eru nú mestmegnis upp urnir
Heilbrigt líf
27