Heilbrigt líf - 01.12.1958, Síða 36
til notkunar við fullorðna, en sá skemmri við unglinga
og börn. Ennfremur eru til blásturspípur til hjálpar ijörn-
um innan þriggja ára aldurs.
Þegar notuð er öndunarpípa, ber hjálparmanni að
krjúpa fyrir aftan höfuð sjúklingsins, sveigja liöfuðið vel
aftur og opna munn hans. Hinum rétta stærðarenda er
siðan rennt niður í kokið, yfir og aftur með tungunni,
unz bryggjan nemur við varirnar. Gæta verður varúðar
að særa ekki slímhúð munnsins, og ennfremur ber að
gæta þess að fjarlægja strax pípuna, er sjúkl. vaknar til
lífsins, eða uppsölu verður vart.
Þeir, sem ekki geta eða vilja nota munn- eða nefaðferð-
ina, ættu að nota handaðferð. Sá, sem björgun annast,
ætti ekki að vera bundinn við eina handaðferð í öllum til-
fellum, með því að tegundir meiðsla kunna í einstökum til-
fellum að koma í veg fyrir hana, og önnur aðferð kynni
að henta betur.
Þegar hefur verið bent á, að tungurótin þrýstist fyrir
og loki loftrásinni, þegar maður er meðvitundarlaus og
andar ekki. Þetta getur gerzt, hvort sem sjúklingurinn
liggur á bakinu eða á grúfu.
Holger-Nielsens-aðferðin —
þrýst á bakið — handleggjum lyft.
Ef eitthvað er fyrir í munninum, ber að þurrka það
12. MYND
13. MYND
34
Heilbrigt líf