Heilbrigt líf - 01.12.1958, Qupperneq 52
Nemendur skólans voru nefndir „síðkuflungar", til að-
greiningar frá „stuttkuflungum“, sem miímiháttar sára-
læknar voru nefndir, en eins og nafnið bendir til voru
þeir auðkenndir af klæðnaði sínum.
í St. Come ritaði Lanfranchi „Chirurgia Magna“, en
hæði þessi rit lians, „Parva“ og „Magna“ voru gefin út í
Feneyjum 1498 og síðar í Lyon 1548. Löngu áður en út-
gáfa þeirra hófst höfðu hæði ritin verið þýdd á ensku,
þýzku og spönsku.
Lanfranchi ávann sér brátt liið mesta frægðarorð sem
kennari og hafði geysimikil áhrif á skoðanir þeirra tíma
manna á sáralækningum, með kenningum sínum og nem-
enda sinna, einkum þeirra Ypermanns og Mondeville. —
Ein af kennsluaðferðum hans var sú að láta nemendurna
fylgja sér frá einum sjúkrabeð til annars, svo sem nú
tíðkast, en slíkt var þá alger nýung. Hann framkvæmdi
aðgerðir að þeim áhorfanda og skýrði þær fyrir þeim
um leið.
í kenningum sínum var Lafranchi langt á undan sínum
tíma. 1 hók sinni „Chirurgia Magna“ ræðst hann mjög
djarflega á fyrri kenningar um sérstöðu lyflæknisfræði
gagnvart handlæknisfræði, sem uppi höfðu vei-ið síðan
á dögum Avieenna.
Iiann varð manna fyrstur til þess að lýsa nákvæmlega
höfuðmeiðslum og þegar tekið er tillit til þeirra tíma fá-
fræði, vegna skorts á þekkingu i líffærafræði, þykja lýs-
ingar hans á hauskúpubrotum meistaralegar. Hann gerði
skýran greinarmun á blæðingum úr slagæðum og hláæð-
um og þekkti mun á brj óstakrabha og öðrum hrjósta-
meinum.
Yinnuaðferðir lians og sjúkdómalýsingar skipa honum
á heklc liinna færustu vísindamanna, en þeirra aðalsmerki
er að fara með það eitt, er þeir vita sannast og réttast.
Hljótum vér að fyllast lotningu og aðdáun á slíkum mönn-
um sem honum, þegar tekið er tillit til afturhaldssemi,
50
Heilbrigt líf