Heilbrigt líf - 01.12.1958, Side 54
Geislavirk efni til lækninga
Á fundi kj arnfræðingafélags Bandaríkjanna, sem liald-
inn var nýlega í Oklahomaborg, var rætt um vaxandi
þýðingu geislavirkra efna í líffræði og læknisfræði.
Geislavirk efni (radíóísótópar, stytt ísótópar) eru venju-
leg frumefni, sem gerð hafa verið geislavirk með sérstök-
um aðferðum. Þegar svo er komið, gefa þau frá sér geisla-
orku. Þau eru meðal mikilvægustu framleiðslu kjarn-
orkunnar, til friðsamlegra þarfa, og talin af vísindamönn-
um að vera einhver beztu hjálpargögn við vísindalegar
rannsóknir og uppgötvun þeirra, merkustu uppgötvun
læknavísindanna síðan smásjáin varð til.
Dr. Marshall H. Brucer, sem starfar við Oak Bidge
kjarnfræðistofnunina, las nokkrar skýrslur, sem sýna
vaxandi notkun þessara efna til lækninga.
Árið 1946, sagði hann, voru aðéins um 30 amerískir
læknar, sem notuðu ísótópa undir eftirliti kjarnfræði-
nefndar Bandarikjanna.
Nú eru þeir rúmlega 3000 að tölu, þ. e. hundrað sinn-
um fleiri. Dr. Brucer benti á það, að samstarf kjarnfræð-
inga og lækna só stöðugt að verða nánara. Hann sagði
einnig, að margra nýjunga sé að vænta í náinni fram-
tíð, þ. e. að notkun ísótópa til lækninga sé rétt í byrjun.
Sumir ísótópar vilja safnast saman i vissum líkams-
hlutum og þetta gerir þá nothæfa til lækninga í vissum
sjúkdómum, t. d. safnast geislavirkt joð saman í skjald-
kirtlinum, sé það í líkamanum. Það er hann, sem fram-
52
Heilbrigt líf