Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 59
hverfur meira af hverjum streng inn í liana, en sá endi,
senr næst liggur tannbeininu kalkast og verður óskýr
er hann hverfur inn í tannskorpuna.
Hin raunverulega festing tannarinnar virðist þvi hyggj-
ast að mestu á yztu, nýmynduðu lögunum.
Stöðug tannskorpumyndun er nauðsynleg i sambandi
við framvöxt starfandi tanna og stöðugar breytingar á
handvefnum umhverfis þær, sem eiga sér stað alla ævi
þeirra.
Frumurnar i tannskorpunni líkjast mjög öðrum hein-
vefsfrumum. Þær eru í laginu eins og sveskjusteinar
og liggja í örsmáum holum. Frá þeim kvíslast örmjóir
angar til nærliggjandi fruma og er mest af þeim næst
yfirborði tannslcorpunnar út að kjálkunum. Þessir litlu
angar hvíla í hárfínum smugum og berst frumunum nær-
ing um þær.
Glerungs- og tannskorpumörkin.
I um það J)il þriðjungi tanna mætast glerungur og
tannskorpa í skarpri, greinilegri markalínu, en langoft-
ast nær tannskorpan litið eitt upp á neðsta hluta gler-
ungs en stölcu sinnum vantar i hina á parti uppi undir
krónunni og er tannbeinið nakið á þeim stað.
Hlutverk tannskorpunnar.
Hún festir tönnina við kjálkann með þráðunum, sem
liggja á milli þeirra, bætir með auknum vexti neðan
á tönnina, eftir því senr hún slitnar og eyðist að ofan.
Þannig viðheldur lnin starfhæfni tannarinnar og gerir
jafnframt mögulega endurskipan tengiþráða tannarinn-
ar við kjálkaheinið.
Alla ævi eru tennurnar að flytjast til í kjálkunum og
ef ekki myndast stöðugt viðhót við tannskorpuna, sem
heldur tengiþráðum tannarinnar föstum, myndu þær
fljótlega losna og detta úr.
Heilbrigt líf
57