Heilbrigt líf - 01.12.1958, Page 60
Tannréttingar.
Tennurnar sitja oft skakkar í kjálkunum. Oft stafar
það af því að kjálkinn er of lítill fyrir þær, en þar er
um erfðaeiginleika að ræða hjá viðkomandi einstaklingi.
Sem dæmi má nefna, ef annað foreldra hefur stórar
tennur, sem fara vel í breiðum kjálka og hitt er mjó-
slegið með litla kjálka. Afkomandi þessara foreldra erfir
t. d. frá öðru foreldranna stóru tennurnar, en litla kjálk-
ann frá hinu. Þegar fram líða stundir og fullorðinstenn-
urnar taka að vaxa, verður of þröngt um þær í kjálkan-
um og verða þær oft skakkar. Oft er þetta mikið líkams-
lýti og þar að auki minna gagn í tönnunum við tygging-
una, þegar þær ekki standast á, og bitið því ófullnægj-
andi.
Þetta má lagfæra með tannréttingum, oft eftir að ein-
liver tönn hefur verið tekin, til þess að gera rýmra um
hinar. Eru þær þá þvingaðar í réttar skorður með sér-
stökum útbúnaði.
Ivjálkaheinið eyðist smám saman af hinum stöðuga
þrýstingi, sem það verður fyrir af tönninni, en nýmynd-
un heins á sér stað hinumegin þar sem tognar á.
Tannskorpan heldur sér yfirleitt að mestu óskert, en
hún þolir að verða fyrir miklu meiri áreynslu en bein-
vefurinn.
Ofvöxtur í tannskorpunni.
Stundum hleypur ofvöxtur í tannskorpuna, einkum ef
tennurnar verða fyrir óeðlilegri áreynslu, og þá getur
hún orðið mjög þykk og svo hrjúf, að yfirborð hennar
líkist hröngli. Stundum stafar það af bólgum umhverfis
tennur.
Þessi ofvöxtur getur gert tanndrátt mjög erfiðan, og
stundum fylgir stvkki úr kjálkabeini með, þegar svona
tennur eru teknar.
Með því að taka röntgenmyndir af tönnunum, má sjá
58
Heilbrigt lif