Heilbrigt líf - 01.12.1958, Side 62
Rauði krossinn á heimiiinu
I borginni Cape Town í Suður-Afriku var haldin sýn-
ing dagana 26. ágúst til 1. sept., sem nefnd var Rauði
Krossinn á heimilinu.
Markmið sýningarinnar var fyrst og fremst að kynna
slysavarnir, hjálp i viðlögum, hjúkrun í heimahúsum
og meðferð sjúkratækja, sem Rauði Krossinn lánaði út.
Fyrsta deild sýningarinnar var slysavarnadeild. Reynt
var að vekja athygli sýningargesta á kæruleysislegri með-
ferð varasamra hluta.
Þar var sýnd ung stúlka, er lá sofandi i rúmi sínu, og
iiélt hún á logandi sígarettu milli fingra sér. Lá hönd
hennar á sænginni. 1 nánd við rúmið stóð rafmagnsofn.
Fjöldi manna skilur eigi, að eldur hefir tvö andlit. Lítil
hætta er á ferðum, ef fólk vaknar í tæka tið og komst út
um næstu dyr eða glugga. Aftur á móti eiga dauðaslys sér
oft stað, ef eldur hrýzt út, á meðan menn eru í fasta
svefni. Þá er voðinn vis. Rer að hafa það í huga, þegar
menn reykja í rúminu.
Slys í eldhúsi koma oft fyrir. Þau orsakast af slæm-
um rafmagnsstungum, lögnum og slitnum straumrofum.
Varizt að draga á langinn viðgerð rafmagnstækja.
1 baðherherginu gat að líta meðalaskáp, sem hafði ver-
ið settur of lágt á vegginn. Inni í honum stóðu hlið við
hlið flöskur með lióstasaft og eitri. Nauðsynlegt er, að
geyma eiturlyf á öruggum stað, þar sem hörn ná alls
60
Heilbrigt líj