Heilbrigt líf - 01.12.1958, Page 64
Ilmvötn
„Ilmvatn kryddar lífið, örvar andann og sævir taug-
arnar,“ sagði frú Tallien, einhver kunnasta skartkona
frönsku stj órnarbyltingarinnar.
Ilmvötn og ástleitni hefir um þúsundir ára verið saman-
tvinnað. Ilmvatn, þessi ódáinsveig hefir i sér eitthvað fínt
og dularfullt. Töfrar þess orka ekki aðeins á náungann
heldur örva þeir mann sjálfan, gera mann ánægðari og
vekja ljúfar endurminningar. Flestar konur hafa mætur
á því og saga þess er jafngömul hégómagirnd konunnar.
Munkar miðalda voru ilmefnaframleiðendur.
Utlenda orðið parfyme er komið úr latínu, per fumum
— gegnum reykinn — og gefur til kynna, að ilmefni hafi
í fyrstu verið notað þegar reykelsi var brennt í hofum við
dýrkun guðanna.
Á 12. og 13. öld var parfyme framleitt í klaustrum í
Evrópu. Munkar í kirkju heilagrar Önnu í Paris og dom-
inikan-munkar á Italíu þóttu hinir mestu snillingar í því
að framleiða ljúfan ilm.
Hinn guðdómlegi uppruni ilmefna.
Saga þeirra hefst löngu fyrr. I 30. kapítula annarar
Mósebókar stendur: „Tak þér liinar ágætustu kryddjurt-
ir, fimm hundruð síkla af sjálfrunninni myrru, liálfu
minna, eðar tvö hundruð og fimmtíu síkla af ilmandi kan-
elberki, tvö hundruð og fimmtíu sikla af ilmreyr og
62
Hettbrigt líf