Heilbrigt líf - 01.12.1958, Side 66
dame de Pompadour námu allt að 500.000 frönkum ár-
lega.
Þessi ilmefnaáustur gegndi sérstöku hlutverki, en það
var að kæfa þann óþef, sem lagði af fólki á þessum
tímum, en þá liöfðu menn enga liugmynd um almenn-
an þrifnað, en jusu sig ilmvatni, og þóttust þá hafa vel
gert.
Vorir tímar.
Ilmur sá, sem herst út frá oss á ekki bara að stafa
frá ilmefnum, heldur fyrst og fremst að bvggjast á full-
komnum þvotti og almennum þrifnaði. Hversu gott sem
ilmefnið kann að vera, getur það aldrei dulið til fulls
þann óþef, sem leggur af óþvegnu hári og saurugum
líkama. Maður má þvi ekki þurfa að segja eins og einu
sinni var að orði komizt um ilmvatn: „Gott er, að það
skuli þó vera til, en leitt að þess skuli þurfa með.“
Ilmefnagerð.
Hún krefst þess, að efnin séu fyrsta flokks og svipuð
hinum frönsku að gæðum, — en liráefnin koma frá flest-
um löndum jarðar. I litlu ilmvatnsglasi kunna að finnast
hráefni komin frá ítalíu, Júgóslavíu, Palestínu, Ilimalaja
og Kanada, — en síðan sett saman á glös í Frakklandi.
Frú Júgóslavíu kemur t. d. nokkurs konar eikarkvoða,
nefnd mouse de chene, sem mörg ilmvötn eru lituð
græn með. Frá Palestínu kemur jasmín, en kjarni úr
því er notaður í margs konar ilmefni. Bergamonolía er
komin frá Italíu, og í Frakklandi eru geysistór landflæmi
með fjólu-, rósa og mímósuekrum til ilmefnagerðar.
Auk þessara efna úr jurtaríkinu eru ýms efni úr dýra-
ríkinu noluð til ilmefnagerðar, svonefnd hindiefni: mosk-
us, amhra og sibet. Moskus er frægast þeirra, en það er
unnið úr kynkirtli moskushjartarins, sem lifir á hálendi
Austur-Asíu og i Himalajafjöllum.
Amhra dugar allra hindiefna bezt, en hún finnst í görn-
64
Heilbrigt líf