Heilbrigt líf - 01.12.1958, Side 68
lialds ilmvatni sínu, á ekki að breyta til á sama máta
eins og ef vel hefur tekizt með litaval fatnaðar.
Hvernig á að bera á sig ilmvatn?
Bezt er að nota flösku með úðara, sem vökvanum er
dælt í gegnum á liár og hörund. Ilmanin verður ljúfust,
þegar ilmvatninu er komið beint á húðina, en stundum
gengur það of fljótt inn í liana, einkum ef hún er þurr.
Þá má dæla því í fötin, sérstaklega skinnkraga eða loð-
skinn. Margir væta glertappann í flöskunni og rjóða
því síðan á liörundið.
Hvernig geymist það bezt?
Ilmvatnsglas á lielzt að geyma á köldum, dimmum
stað. Allar ilmvatnstegundir eru næmar fyrir birtu og
hitabreytingum og verður því að velja réttan geymslu-
stað og hafa glösin lukt með góðum tappa, og þá ilmar
síðasti dropinn jafnsætt þeim fyrsta.
Lokaorð.
Ilmvatnsangan á ekki að vera stæk; hún á að vera
sem sætur, ljúfur blær, sem andar og hverfur. Menn
þrá ekki það, sem þeir hafa stöðugt, heldur Iiitt, sem
er á hverfanda hveli. Sá, sem kemur aðvífandi, og ber
með sér óvenjulegan ilm, sem er þægilegur og ljúfur,
vekur þokka, vekur liugljúfa Iineigð, sem skilur eftir
fagra minningu.
(Þýtt og endursagt).
66
Heilbrigt llf