Heilbrigt líf - 01.12.1958, Page 77
Á síðari árum liafa komið fram skoðanir, sem fela i
sér meiri bjartsýni. Samkvæmt þeim er æðasigg ekki eins
óumflýjanlegt eins og áður var talið. Nú er álitið, að ýms-
ir utanaðkomandi þættir lífefnafræðilegir, sálrænir og
lífeðlisfræðilegir valdi mestu um myndun þess. Nauðsyn-
legt er að vita hverjir þess þættir eru og þekkja eðli þeirra
til hlýtar. í þessu samhandi hefur athygli vísindamanna
einkum heinzt að efnaskiptum fitunnar og þá sérstaklega
kolesterol samhandanna. Miklar og margvíslegar rann-
sóknir hafa verið gerðar á þessu sviði lijá dýrum
og mönnum. Rannsóknirnar hafa leitt til þess, að
komið hefur fram sú kenning, að æðasigg hjá ungu
fólki sé eins konar refsing fyrir óhóf í mat, sérstaldega of
mikið feitmeti af spendýrum, en það inniheldur aðallega
mettaðar fitusýrur, sem talið er að hindi kolesterol-efnin
i óeðlileg sambönd, sem líkaminn á erfitt með að losna við.
Fitukenningin hefur þá reynzt algerlega ófullnægjandi
skýring á þessu flókna fyrirbæri og hefur athyglin þá
heinzt að erfðaeiginleikum, ábyrgð, áhyggjum og spenn-
ingi er fylgir alla jafnan þeim hraða og þeirri samkeppni,
sem ríkir i nútímaþjóðfélagi, samfara löngum og ströng-
um vinnudegi við andleg störf.
Benl hefur verið á, að mikil andleg vinna, ásamt áhyrgð,
kvíða og spenningi, liafi í för með sér kyrrsetur, ofát, of-
fitu og stuðli einnig að óhóflegum reykingum. En allir
þessir þættir hafa slæm áhrif á heilsu fólks almennt og
ekki sízt æðarnar.
Einnig hefur verið talið, að sú skapgerð framgirni og
dugnaðar, sem oft leiðir til þess að menn komist í ábyrgð-
arstöður, liafi einnig bein áhrif á ýmis líffæri, þar á meðal
æðar og einkum kransæðar hjartans, gegnum taugar og
fyrir hormonaáhrif. Gagnstæðar skoðanir Iiafa einnig
komið fram, sem sé að of mikið hafi verið gert úr ábyrgð,
kvíða og spenningi í nútímaþjóðfélagi, slíkt hafi alltaf
fvlgt mannkyninu í öllum löndum á öllum tímum, örygg-
Heilbrigt Uf
75