Heilbrigt líf - 01.12.1958, Page 79
nærri tvöfalt meiri, ef þessi sjúkdómur var i ætt, held-
ur en ef svo var ekki.
2. Fæði: Eingöngu var athugað fitumagn fæðunnar,
en ýmsar rannsóknir liafa bent til þess, að sá þáttur henn-
ar sé þýðingarmestur, þegar um er að ræða sjúklegar
breytingar á kransæðum. Við rannsóknirnar kom í Ijós,
að 53% af kransæðasjúklingum höfðu neytt mjög fitu-
ríkrar fæðu um margra ára bil áður en sjúkdómsein-
kenni konm í ljós. í samanburðarflokknum liöfðu 20%
neytt samskonar fæðu. Kransæðastífla var nærri þrefalt
algengari Iijá þeim, sem neyttu fiturikrar fæðu, heldur
en þeim, sem höfðu venjulegt fæði, niðurstöður þessar
styðja fyrri kenningar, að mikið magn af fitu frá spen-
dýrum, sem inniheldur mettaðar fitusýrur, auki tiðni
kransæðasj úkdóma.
3. Offita: Ofneyzla fitu leiðir oft til offitu, þó ekki
alltaf Iijá ungu fólki, miklu fremur hjá miðalda og þar
fyrir ofan. Offita var ákveðin eftir líkamsþyngd miðað
við hæð og aldur. Af kransæðasjúklingum reyndust 26%
of feitir, en 20% í samanburðarflokknum.
Iljá fólki á þeim aldri er hér hér um ræðir (25—40
ára), virtist offita ekki liafa nein teljandi áhrif á tiðni
kransæðasj úkdóma.
4. Reykingar: Athugaðar voru cigarettureykingar, og
kom í ljós að 90% af kransæðasjúklingum höfðu reykt
um árabil áður en sjúkdómseinkenni konm fram, og 75%
liöfðu reykt mjög mikið, meira en 20 cigarettur á dag.
I Iieilbrigða liópnum höfðu 62% reykt nokkuð, en 35%
meira en 20 cigarettur á dag. Kransæðastífla var tvöfalt
algengari hjá þeim, sem reylct liöfðu i lengri tíma held-
ur en hjá þeim, sem ekki reyktu. Athuganir sýndu, að reyk-
ingar fylgdu — bæði að tíðni og magni — mjög áber-
andi spenningi, eyrðarleysi og kvíða, og þar með þeim
störfum, sem stuðluðu að slíku ástandi. Erfitt reyndist
því að greina sundur áhrif hinna andlegu þátta annars
vegar, og álirifa reykinga hins vegar á kransæðasjúkdóma.
Heilbrigt líf
77