Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Síða 10

Skinfaxi - 01.01.2016, Síða 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Þ ráinn Hafsteinsson hefur áralanga reynslu að baki við þjálfun barna og unglinga en við settumst niður með honum og ræddum um þjálfun, brotthvarf úr íþróttum og margt annað sem tengist þátt- töku barna og unglinga í íþróttum. Þráinn er með MS-gráðu í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og BS-gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá University of Alabama. Hann hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari á öllum aldurs- og getustigum í 35 ár. Hann hefur ver- ið yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR síðan 1994. Þráinn var kennari við Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1986–1992 og við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík 2007– 2013. Hann stýrði stefnumótun íþróttahreyf- ingarinnar fyrir barna- og unglingaíþróttir árið 1996 og vann að endurnýjun stefnunn- ar árið 2014–2015. „Þátttaka barna og unglinga í íþróttum er alltaf að aukast og ég set það í samhengi við rannsóknir sem gerðar hafa verið um mikilvægi íþrótta. Rannsóknir og greining hafa verið að skoða börn og unglinga frá 1992 og þær sýna að eftir því sem þú æfir meira, þeim mun minni líkur eru á því að þú ánetjist reykingum, áfengi og öðrum fíkni- efnum. Þessar rannsóknir hafa tvímælalaust haft mjög jákvæða þróun á íþróttaþátttöku sem er enn stöðugt að aukast,“ sagði Þráinn Hafsteinsson. - Hafa börn og unglingar gott aðgengi til íþrótta og þátttöku í þeim? „Það er alltaf að verða meira og betra. Það sem mér hefur fundist hafa breyst er að starf- ið allt er meira skipulagt í jákvæðar áttir. Í dag er allt miklu faglegra og skipulegra en áður var. Við stöndum mjög framarlega á þessu sviði, jafnvel í fremstu röð í barna- og ungl- ingastarfi. Ég fullyrði það alveg. Menntun þjálfara á þar stærstan þátt, betra skipulag á íþróttahreyfingunni og svo höfum við það fram yfir margar þjóðir að foreldrar barnanna borga þátttökugjald sem fer í það að borga þjálfurum laun. Svona kerfi er t.d. ekki í gangi annars staðar á Norðurlöndum en þannig tryggjum við að við erum að fá faglegri þjálf- un miklu frekar, sem við borgum fyrir, en að hún sé ella í sjálfboðavinnu,“ sagði Þráinn. - Hvað er það sem veldur brottfalli á vissum tímapunkti í íþróttum hjá unglingum? „Hæsta prósentan í þátttöku í íþróttum er í kringum 11–12 ára aldurinn. Þá eru um 90% barna að stunda íþróttir á vegum íþrótta- hreyfingarinnar sem er alveg ótrúlega há tala. Eftir það fer þátttakan minnkandi og kannski er ekki auðvelt að benda á eina sérstaka skýr- ingu í þeim efnum. Veikasti hlekkur íþrótta- hreyfingarinnar er að hún býður ekki upp á nóg tækifæri fyrir krakka sem vilja ekki fara þessa hörðu keppnisleið. Upp úr 13–14 ára aldrinum fara þau að gera sér grein fyrir að þau verða aldrei stórstjörnur eða atvinnu- menn. Þá fara þau að leita að einhverju sem hentar og gerir ekki kröfur um miklar æfing- ar. Þau finna ekki það athvarf hjá íþrótta- hreyfingunni sem býður upp á æfingar tvisvar í viku og að hitta félagana. Það eru ekki nógu margar íþróttagreinar sem bjóða aðra möguleika þó að þær séu auðvitað til eins og í frjálsum íþróttum. Það er erfiðara um vik í boltagreinunum þar sem krafan er að allir séu að gera það sama. Þetta er að mínu viti meginástæðan fyrir brottfallinu. Það eru svo önnur tækifæri sem krökkum bjóðast á kynþroskaskeiðinu, tónlist og önn- ur afþreying sem er besta mál.“ - Hvað er það sem tekur svo við hjá ungling- um sem líklegir eru til að ná langt í íþróttum? „Þegar krakkarnir eru um 12 ára aldurinn og yngri fer tími í grunnhreyfingar- og tækni en fljótlega eftir það ættu þau að vera komin með fína tækni í þeim greinum sem þau hafa æft. Eftir það tekur við meiri líkamleg upp- bygging, þol og kraftur og meira líkamlegt álag en verið hefur áður. Þá fara þau að gera sér grein fyrir hvort þau hafa þessa hæfileika sem þarf til að fara alla leið eða ekki. Þeir sem finna það að þeir eru góðir halda miklu frekar áfram og leggja sig í verkefnið. Svo eru aðrir krakkar sem hafa hellingshæfileika og vita það en vilja ekki leggja á sig það sem þarf. Maður er búinn að upplifa það í gegnum árin að krakkar, sem hafa mikla hæfileika, eru ekki tilbúin í þessa skuldbindingu sem þarf til að fara langt í íþróttum,“ sagði Þráinn. Aðspurður hvernig búið sé að börnum og unglingum og hvort meira sé um meiðsli en áður, segir Þráinn að meiðsli hafi ekki aukist en það heyrist meira talað um þetta en áður. „Meiðsli eru oftast afleiðing af einhverri einhæfri þjálfun eða skorti á góðri þjálfun. Ég hef ákveðnar skoðanir á því að efnilegum krökkum, sem keppa mikið í mörgum flokk- um, er miklu hættara við meiðslum en þeim sem eru hugsanlega að sinna íþróttum jafn mikið, þau æfa meira en hinir. Ef þú keppir marga daga í viku ferðu á mis við grunnþjálf- unina sem líkaminn þarf á að halda á kyn- þroskaskeiðinu og unglingsárunum. Það er misræmi í skrokknum sem þarf að vinna á með góðri grunnþjálfun. Þú ferð á mis við hana ef þú spilar öll kvöld og æfir lítið. Þetta er hættan með þessa efnilegu krakka, sem spila kannski með þremur flokkum, að þau ná ekki að sinna grunnþjálfuninni. Á endan- Stöndum jafnvel í fremstu röð í barna- og unglinga- starfi Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna og unglinga í íþrótta- starfi efli þau á allan hátt og mun ólíklegra sé að ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Ennfremur hafa rannsóknir leitt í ljós að þessi hópur stendur sig vel í námi. Þráinn Hafsteinsson, MS í heilbrigðisvísindum og BS í íþrótta- og heilsufræðum, í viðtali:

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.