Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Síða 11

Skinfaxi - 01.01.2016, Síða 11
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 11 um gefa veikustu hlekkirnir í líkamanum sig. Þetta er mestan hættan fyrir þá sem eru góðir og framúrskarandi að grunnþjálfunin sé sett til hliðar á kostnað ofuráherslu á keppni- og skammtímasjónarmið.“ - Nú ert þú búinn að starfa lengi í þessu um- hverfi. Finnst þér betur búið að þessum málum í dag og er þekkingin betri? „Já, tvímælalaust og þekkingin öll er miklu betri. Við vitum alveg af þessari hættu og vitum hvernig á að bregðast við. Það þarf að vera meira samstarf á meðal þjálfara og þess- ara efnilegu krakka. Þjálfararnir, sem þjálfa sitthvorn flokkinn, þurfa að vera í samstarfi og að ekki sé verið að keyra á sömu æfingun- um í flokkunum fyrir þessa einstaklinga sem eru að fara á milli. Við finnum þetta líka í frjáls- um íþróttum þar sem við erum að fá krakka úr boltagreinunum. Við sjáum þá meira um líkamlegu hliðina á þjálfuninni og þá þarf ekki að sinna því eins mikið í boltagreininni. Ef svona samstarf er í gangi er engin hætta. Þegar á allt er litið er þekkingin miklu meiri og á þjálfunarþáttunum og áhrifum þeirra. Sjúkraþjálfunin og öll aðstoð sem er í boði er miklu betri en hún var.“ - Þú hlýtur að hafa staðið frammi fyrir því í starfi þínu, þegar kemur að þeim tímapunkti hjá unglingnum hvort hann eigi að halda áfram eða ekki. Honum finnst hann fara á mis við eitthvað í vinahópnum. Hvernig er tekið á þessum málum? „Við reynum að hafa félagsskapinn mjög sterkan en það er eitt af aðalatriðunum í ungl- ingaþjálfuninni. Þegar viðkomandi kemur á æfingu áttu ekki bara að koma til að þjálfa líkamann heldur ekki síður að njóta samver- unnar við félagana sem er skemmtilegt að hitta. Í einstaklingssportinu þýðir ekkert að vera með einn góðan þá er eins víst að hann hverfi á braut. Ef við erum aftur á móti með nokkra saman, einn góður, þrír meðal og tveir lélegir þá búum við til einhverja ein- ingu sem virkar fyrir alla. Þetta er alveg lykil- atriði í unglingaflokkunum. Ég segi alltaf að það sé hlutverk þjálfaranna að vinna í þessu, ekki bara á vellinum, líkamlega, tæknilega og taktískt heldur líka þetta félagslega sem er hluti af þjálfuninni. Þetta er sá þáttur sem verður að vera í lagi.“ Þráinn Hafsteinsson Þegar viðkomandi kemur á æfingu áttu ekki bara að koma til að þjálfa líkamann heldur ekki síður að njóta samverunnar við félagana sem er skemmtilegt að hitta.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.