Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2016, Page 22

Skinfaxi - 01.01.2016, Page 22
22 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 300 F rjálsíþróttaárið 2016 heldur áfram á glæsilegri braut framfara í öllum greinum. Meistaramót Íslands 15–22 ára, sem haldið var dagana 27.– 28. febrúar, varð engin undan- tekning frá fyrri mótum ársins hvað það varðaði og alls voru skráð hátt í 300 persónuleg met í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina þegar mótið fór fram. Alls voru sjö móts- met sett og þar af eitt aldursflokkamet í þrí- stökki stúlkna 16–17 ára þegar Hildigunnur Þórarinsdóttir (ÍR) stökk 11,62 m. Á MÍ 15–22 ára eru verðlaun veitt í stiga- keppni eftir aldursflokkum og kyni og bikar veittur fyrir sigurvegara í hverjum flokki. Stig Meistaramót Íslands 15–22 ára: persónuleg met voru sett dreifðust á 16 lið að þessu sinni. Í heildar- stigakeppninni sigraði lið ÍR, FH hafnaði í öðru sæti og í þriðja sæti var lið Breiðabliks. Lið HSK/Selfoss varð í fjórða sæti í stiga- keppninni. Alls settu keppendurnir frá Sel- fossi þrjú HSK-met og ein 37 persónuleg met voru slegin hjá keppnisliðinu. Uppskeran í verðlaunum voru fimm gull, fjögur silfur og ellefu brons. Ástþór Jón Tryggvason, Selfossi, bætti ársgamalt HSK-met sitt í 3.000 metra hlaupi í flokki 18–19 ára og 20–22 ára um 22 sekúndur þegar hann hljóp á 10:23,93 mín. Þrettán keppendur frá Fjölni tóku þátt í mótinu. Árangur þeirra á mótinu var stórglæsilegur, átta Íslandsmeistaratitlar og auk þess sex silfur og fjögur brons, svo að eitthvað sé nefnt.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.