Skinfaxi - 01.01.2016, Qupperneq 35
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 35
Hjörtur Ágústsson, verkefna-
stjóri Evrópu unga fólksins:
Vilji ungs fólks
til þátttöku
í ákvarðana-
töku er mikill
H jörtur Ágústsson, verkefnisstjóri
Evrópu unga fólksins, segir að fjöldi
þátttakenda í ráðstefnunni hefði
verið vonum framar og frábært hversu mörg
ungmenni úr ungmennaráðum voru áhuga-
söm um að koma.
„Það er greinilegt að það er mikil vitundar-
vakning meðal sveitarfélaga og félagasam-
taka þegar kemur að ungmennaráðum og
vilji ungs fólks til þátttöku í ákvarðanatöku
er mikill. Við hjá Evrópu unga fólksins erum
mjög spennt fyrir næsta ári, en til stendur að
skipuleggja ferðir til Evrópu, námskeið og ráð-
stefnur til að styðja við þróun ungmenna-
ráða á Íslandi. Það er greinilegt að raddir
ungs fólks skipta máli,“ sagði Hjörtur.
af því að vera í Ráðgjafarhópi umboðsmanns
barna.
Hjördís Eva Þórðardóttir fjallaði í erindi
sínu um verkfærakistu sem þróuð hefur verið
af umboðsmanni barna og UNICEF á Íslandi,
með það að markmiði að gera sveitarfélög-
um kleift að innleiða Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna í starfsemi sína. Barnvæn sveit-
arfélög gera Barnasáttmálann að rauðum
þræði í öllu starfi sínu og nýta reynslu og
raddir barna með markvissum hætti til að
bæta og aðlaga þá þjónustu sem þau veita
börnum.
Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla
Íslands, sagði frá því að ungmennaráð hefðu
víða tekið til starfa á síðasta áratug eða svo.
Á þeim tíma hefur starfsfólk á vettvangi
félagasamtaka og sveitarfélaga leitað hóf-
anna varðandi starfsaðferðir og nálgun og
unga fólkið, sem starfað hefur í ungmenna-
ráðunum, hefur reynt sig í nýjum og oft óskil-
greindum hlutverkum. Erindið fjallaði um
grundvallarspurningarnar: Hvað eru ung-
mennaráð og hvernig ná þau bestum árangri?
Evrópa unga fólksins er landsskrifstofa
æskulýðshluta Erasmus+, mennta-, æskulýðs-
og íþróttaáætlunar Evrópusambandsins. EUF
styrkir margs konar samstarfsverkefni sem
með einum eða öðrum hætti efla og styrkja
ungt fólk með óformlegum námsaðferðum.
Landsskrifstofan mun styrkja æskulýðsgeir-
ann á Íslandi um rúmlega 238 miljónir króna
árið 2016.
Ásamt Evrópu unga fólksins stóðu Sam-
band íslenskra sveitarfélaga, SAMFÉS, Ung-
mennafélag Íslands, Félag fagfólks í frítíma-
þjónustu og umboðsmaður barna að ráð-
stefnunni.