Skinfaxi - 01.01.2016, Qupperneq 36
36 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
K
vennalið Snæfells í Stykkishólmi í körfu-
knattleik varð bikarmeistari í fyrsta sinn
í sögu félagsins þegar liðið lagði Grinda-
vík að velli í úrslitaleik í Laugardalshöllinni
13. febrúar sl. Þetta var í þriðja sinn sem
Snæfell leikur til úrslita í þessari keppni.
Stúlkurnar úr Hólminum voru með yfirhönd-
ina allan leikinn en Grindavíkurliðið var samt
aldrei langt undan. Snæfell leiddi í hálfleik,
41:34 en lokatölur urðu 78:70. Haiden Denise
Palmer var með þrefalda þrennu og skoraði
einnig 23 stig fyrir Snæfell. Gunnhildur
Gunnarsdóttir var með einnig með 23 stig.
Hjá Grindavík var Whitney Michelle Frazier
atkvæðamest með 32 stig.
SNÆFELL BIKARMEISTARI Í FYRSTA SINN
A
ðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, var
haldinn 25. febrúar sl. í félagsheimili Keflavíkur að Sunnu-
braut 34. Einar Haraldsson var endurkjörinn formaður
og stjórn félagsins er óbreytt. Auk Einars skipa stjórnina Kári
Gunnlaugsson, varaformaður, Bjarney S. Sævarsdóttir, ritari,
Þórður Magni Kjartansson, gjaldkeri, og Birgir Ingibergsson,
meðstjórnandi. Í varastjórn eru Sveinn Adolfsson, Birgir Már
Bragason og Guðjón Axelsson.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, sæmdi
m.a. Einar Helga Aðalbjörnsson og Odd Sæmundsson starfs-
merki UMFÍ. Sigríður Jónsdóttir, ritari ÍSÍ, veitti blakdeild Kefla-
víkur fyrstu vottun sína sem fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ en einnig
var endurnýjuð vottun badminton-, fimleika-, knattspyrnu-,
körfuknattleiks-, skot, og sunddeilda. Eru þá allar deildir félags-
ins með gæðavottun ÍSÍ.
Í skýrslu formanns kom fram að rekstur félagsins á síðasta ári
var góður og rekstrarniðurstaða jákvæð. Sagði hann að stjórnir
deilda félagsins ættu mikið hrós skilið fyrir gott starf og góða
stjórnun á fjármálum deilda.
Starfsbikar félagsins fékk Ólafur S. Guðmundsson. Gullheiðurs-
merki Keflavíkur var veitt Ragnari Erni Péturssyni og Ellerti
Eiríkssyni. Starfsmerki Keflavíkur fyrir stjórnarsetu voru veitt á
Einar Haraldsson endurkjörinn formaður Keflavíkur
aðalfundum deilda. Gullmerki: Þorsteinn
Magnússon, knattspyrna. Silfurmerki: Ásdís
Júlíusdóttir, badminton, Halldóra B. Guð-
mundsdóttir, fimleikar, Júlíus Friðriksson,
sund/fimleikar, og Hjördís Baldursdóttir,
knattspyrna. Bronsmerki: Guðný Magnús-
dóttir og Hilmar Örn Jónasson, sund, Jónas
Andrésson, skotfimi, Margeir E. Margeirs-
son, karfa, Mikael Þ. Halldórsson, tae-
kwondo, og Gunnlaugur Kárason, fimleikar.
Einar Haraldsson, formaður,
Skúli P. Skúlason, fundarstjóri,
og Þórður Magni Kjartansson,
gjaldkeri.