Skinfaxi - 01.01.2016, Qupperneq 39
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 39
Eitt kort
35 vötn
6.900 kr
Frelsi til að veiða!
00000
www.veidikortid.is
H
éraðsþing Hrafna-Flóka var haldið
í Félagsheimilinu Birkimel á Barða-
strönd þann 15. mars sl. Mótaskrá
sumarsins var samþykkt á þinginu auk
þess sem starf komandi árs var rætt. Miklar
umræður urðu um ástand íþróttamann-
virkja á svæðum HHF en veðrið síðasta
árið hefur valdið miklum skemmdum á
þeim. Þingið bókaði áskorun til sveitar-
félaganna um að fara í stefnumótun varð-
andi uppbyggingu og viðhald íþróttavalla
og mannvirkja á svæðinu og að ábyrgðar-
aðilar séu skilgreindir.
Á þinginu sæmdi Hrönn Jónsdóttir,
stjórnarmaður UMFÍ, Kristrúnu Guðjóns-
dóttur starfsmerki UMFÍ, fyrir mikið og
óeigingjarnt starf í gegnum árin, fyrir
bæði UMFT og HHF.
Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi fór yfir
starfsemi íþróttaskólans sem er fyrir börn
í 1.–4. bekk. Skólinn er haldinn á hverjum
degi í samfellu við skólahald á Patreks-
firði, Tálknafirði og Bíldudal og fá nem-
endur skólans grunnþjálfun í mörgum
mismunandi íþróttagreinum.
Fyrirmynd íþróttaskólans kemur frá
HSV þar sem þetta fyrirkomulag hefur
reynst með ágætum og virðist henta vel
fyrir minni og dreifðari sveitarfélög. Yfir
90% nemenda á þessum aldri eru skráð í
íþróttaskólann og í fyrsta skipti hafa þau
Börn hafa tækifæri til að stunda fjölbreyttar íþróttir
tækifæri til að stunda fjölbreyttar íþróttir
fimm daga vikunnar í skipulögðu starfi. Eitt
af markmiðum skólans er að börn læri strax
að hreyfing sé hluti af daglegu lífi.
Veitt voru verðlaun íþróttamönnum ársins
2015, en þeir voru Einar Jónsson, knattspyrnu-
maður ÍH, Kristján Kári Ágústsson, körfuknatt-
leiksmaður ÍH, Saga Ólafsdóttir, frjálsíþrótta-
kona ÍH, Andrea Björk Guðlaugsdóttir, sund-
kona UMFT, og Þorbergur Guðmundsson,
kraftlyftingamaður ÍH. Íþróttamaður HHF
árið 2015 var kjörinn Þorbergur Guðmunds-
son, kraftlyftingamaður úr Íþróttafélaginu
Herði, en hann er landsliðsmaður í sinni grein
og sá fimmti besti á landinu.
Breytingar urðu á bæði stjórn og vara-
stjórn HHF. Kristrún Guðjónsdóttir, sem
var í varastjórn, tók sæti Sædísar Eiríks-
dóttur sem setið hefur í stjórn frá 2010.
Iða Marsibil Jónsdóttir kom inn í vara-
stjórn í stað Kristrúnar. Nýja stjórn HHF
skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Birna
Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi,
og Kristrún Guðjónsdóttir, gjaldkeri. Í
varastjórn sitja nú Heiðar Jóhannsson,
Ólafur Byron Kristjánsson og Iða Marsibil
Jónsdóttir.
Hrönn Jónsdóttir, stjórn UMFÍ, afhenti Kristrúnu
Guðjónsdóttur starfsmerki UMFÍ.
Íþróttamenn ársins á héraðsþingi Hrafna-Flóka sem haldið var í félagsheimilinu
Birkimel á Barðaströnd.
A
ðalfundur Ungmennafélags Kjalnes-
inga var haldinn 3. mars sl. Á fund-
inum var farið yfir helstu viðburði
félagsins á árinu. Má m.a. nefna samstarf
við Klébergsskóla um íþróttafjör sem er á
skólatíma og hefur notið vinsælda. Sam-
starf var einnig með sumarstarfið sem
gekk með ágætum. Æfingar í frjálsum, fit-
ness og boltaíþróttum verði fyrir iðkend-
ur frá 1.–7. bekk. Formaður UMFK/Esju
Íþróttafjör hefur notið vinsælda hjá UMFK
kom og sagði frá góðum árangri liðsins og
baráttu þeirra um aðstöðu í Skautahöll Reykja-
víkur.
Stjórn UMFK var kosin með smábreyting-
um. Helstu breytingar voru að Guðrún Dögg
Gunnardóttir lét af störfum sem meðstjórn-
andi og tók Olga Ellen Þorsteinsdóttir við af
henni og Guðrún Jónsdóttir tók sæti sem vara-
maður.
Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri UMFÍ, var
gestur fundarins og sæmdi Davor Karls-
son, Birnu Ragnarsdóttur og Írisi Fjólu
Bjarnadóttir starfsmerkjum UMFÍ fyrir vel
unnin störf fyrir félagið.
Félagið hyggst styrkja nemendur á
unglingastigi í Klébergsskóla til vistar í
ungmennabúðum UMFÍ að Laugum á
þessu ári ásamt því að standa að við-
burðum á Kjalarnesdögum sem verða
haldnir helgina 23.–26. júní í sumar.