Skinfaxi - 01.01.2016, Page 41
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 41
A
ðalfundur Umf. Þróttar í Vogum var
haldinn 25. febrúar sl. Í skýrslu stjórn-
ar kom fram að barna- og unglinga-
starf félagsins er fjölbreytt og rekið með
blómlegum hætti. Mikill kraftur hefur
verið í starfinu hjá Þrótti síðustu árin en
félagið fór upp um deild á síðasta ári og
einnig hafa yngri flokkar félagsins verið
að eflast í knattspyrnu, sundi og júdó.
Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ,
var fulltrúi UMFÍ á fundinum og sæmdi
Magnús Hauksson starfsmerki UMFÍ.
Magnús stofnaði júdódeild hjá Þrótti 1997
og var þjálfari deildarinnar í 17 ár. Margir
Íslandsmeistaratitlar hafa farið í gegnum
júdódeild Þróttar og glæsilegir sigrar
unnist. Magnús hefur unnið óeigingjarnt
starf og verið fórnfús hugsjónamaður í
störfum sínum fyrir Umf. Þrótt.
Mikilvægt að börn og unglingar geti stundað íþróttir
Gunnar Helgason var endurkjörinn for-
maður. Ingimar Kristjánsson og Guðmundur
Kristinn Sveinsson gáfu ekki kost á sér til end-
urkjörs. Kristján Árnason var kosinn til
tveggja ára í fyrra, Irma Þöll Þorsteinsdóttir,
Baldvin Hróar Jónsson og Helga Ágústs-
dóttir voru sjálfkjörin, rétt eins og Hannes
Smárason og Rósa Sigurjónsdóttir í vara-
stjórn.
A
ðalfundur Ungmennafélags Akur-
eyrar var haldinn í Íþróttahöllinni
á Akureyri 24. febrúar sl. Sigurður
Magnússon, formaður UFA, fór yfir helstu
þætti starfsins og nefndi meðal annars
Unglingalandsmót sem haldið var á Akur-
eyri með glæsibrag síðastliðið sumar.
Viðurkenningar voru veittar fyrir Íslands-
meistaratitla, Íslandsmet, stigahæsta karl
og konu 18 ára og eldri og íþróttamann
UFA 2015. Einnig voru veittar viðurkenn-
ingar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Þeir sem heiðraðir voru að þessu sinni eru:
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir og Ólafur Ó.
Óskarsson, Ásgeir Már Hauksson, Guð-
mundur Víðir Gunnlaugsson, Gísli Páls-
son, Rannveig Oddsdóttir og Unnar
Vilhjálmsson.
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ,
ávarpaði fundinn og veitti Ásgeiri Má
Haukssyni starfsmerki UMFÍ fyrir óeigin-
gjarnt sjálfboðaliðsstarf í frjálsíþróttum.
Viðburðaríkt ár að baki hjá Ungmennafélagi Akureyrar
Sigurður Magnússon var endurkjörinn for-
maður UFA. Úr stjórn gengu Birgitta Guðjóns-
dóttir, Kolbrún Sveinsdóttir og Sigurbjörg
Ólöf Bergsdóttir. UFA-stjórnin var búin að
finna tvo nýja í stjórn, þá Finn Friðriksson og
Gunnar Eyjólfsson. Síðasta sætinu var
haldið opnu ef einhver áhugasamur vildi
nú koma inn á aðalfundi en svo varð ekki
þannig að þeir sem voru í stjórn og vildu
halda áfram voru sjálfkjörnir.
Einar Haraldsson formaður,
Skúli P. Skúlason, fundarstjóri,
og Þórður Magni Kjartansson
gjaldkeri.
Á
rsþing Ungmennasambands Skaga-
fjarðar fór fram á Sauðárkróki 13.
mars sl. Í ræðu Sylvíu Magnúsdóttur,
formanns UMSS, kom fram að starfsemi
sambandsins hefði gengið vel á síðasta ári
og bjartsýni ríkti fyrir starfinu. Fram undan
væri þátttaka í Hreyfiviku UMFÍ sem gekk
einstaklega vel á síðasta ári. Stefnt væri að
því að fjölga enn frekar þátttakendum í
vikunni sem fram fer í maí. Þá var ákveðið
að halda formannafundi tvisvar á ári.
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi
UMFÍ, var með kynningu á næsta Lands-
móti UMFÍ sem fyrirhugað er á Sauðár-
króki 2018. Þá var kunngerð sameining
þriggja hestamannafélaga í eitt og heitir
hið nýja félag hestamannafélagið Skag-
firðingur.
Sylvía Magnúsdóttir var endurkjörin
formaður UMSS. Úr stjórn gengu þau
Steinunn Arnljótsdóttir og Guðmundur
UMSS stefnir að góðri þátttöku í Hreyfiviku UMFÍ
Þór Elíasson og í þeirra stað voru kosnar
Þórunn Eyjólfsdóttir og Arnþrúður
Heimisdóttir.
Einar Haraldsson formaður,
Skúli P. Skúlason, fundarstjóri,
og Þórður Magni Kjartansson
gjaldkeri.
Aðalbjörg Haf-
steinsdóttir og
Ólafur Óskarsson.
Unnar Vilhjálmsson.
Helgi Gunnarsson
frá UMFÍ og Magnús
Hauksson, Þrótti.
Frá ársþingi UMSS sem haldið var á Sauðár-
króki 13. mars síðastliðinn.
Frá aðalfundi Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum.