Skinfaxi - 01.01.2016, Qupperneq 43
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 43
Auglýst er eftir umsóknum um
styrki úr Umhverfissjóði UMFÍ
– Minningarsjóði Pálma Gíslasonar
Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga
innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Stofnendur sjóðsins eru
fjölskylda Pálma Gíslasonar,fyrrverandi formanns UMFÍ, ásamt
ungmennafélagshreyfingunni og öðrum velunnurum.
Reglugerð um sjóðinn ásamt rafrænni umsókn má finna inn á
heimasíðu UMFÍ (www.umfi.is) undir styrkir.
Umsóknum skal skila rafrænt til Ungmennafélags Íslands,
fyrir 15. apríl 2016.
N
ítugasta og níunda ársþing Ung-
mennasambands Austur-Húnvetn-
inga var haldið á Húnavöllum 13.
mars sl. Á þingið mættu 32 fulltrúar frá
aðildarfélögum sambandsins en þau eru
tíu talsins.
Breyting varð á stjórn USAH á þinginu.
Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður, Haf-
dís Vilhjálmsdóttir, varaformaður, og Val-
gerður Hilmarsdóttir, gjaldkeri, gáfu ekki
kost á sér áfram. Guðrún Sigurjónsdóttir
er áfram meðstjórnandi og Sigrún Líndal
situr sitt annað ár sem ritari. Nýja stjórn
USAH skipa þau Rúnar Pétursson, for-
maður, Steinunn Hulda Magnúsdóttir,
varaformaður, Guðrún Sigurjónsdóttir,
með-stjórnandi, Sigrún Líndal, ritari, og
Katrín Hallgrímsdóttir, gjaldkeri.
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ,
ávarpaði þingið og þakkaði m.a. fyrir starf
USAH og sveitarfélaganna við Landsmót
50+. Síðan sæmdi hann Hafdísi Vilhjálms-
dóttur og Pétur Pétursson starfsmerki
Rúnar Pétursson kjörinn formaður USAH
UMFÍ og Aðalbjörgu Valdimarsdóttur gull-
merki UMFÍ.
Þórey Edda Elísdóttir, fulltrúi ÍSÍ, sæmdi
Aðalbjörgu Valdimarsdóttur gullmerki ÍSÍ og
Hafdísi Vilhjálmsdóttur og Valgerði Hilmars-
dóttur silfurmerki ÍSÍ.
Hvatningarverðlaun USAH, sem fyrrum
formenn sambandsins gáfu á 100 ára afmæli
þess og á að veita árlega, voru veitt í fjórða
sinn. Bikarinn hlaut að þessu sinni Ung-
mennafélagið Fram en félagið hefur stað-
ið sig vel í barna- og unglingastarfi. Þess
má geta að Fram fagnar 90 ára afmæli á
þessu ári og í tilefni þess tóku fulltrúar
félagsins við platta og blómum.
Íþróttamaður USAH er Snjólaug María
Jónsdóttir, úr Skotfélaginu Markviss.
Haukur Valtýsson,
formaður UMFÍ,
Hafdís Vilhjálms-
dóttir og Pétur
Pétursson.
Aðalbjörg Valdimarsdóttir, fráfarandi for-
maður USAH, afhenti Baldri Magnússyni
formanni Fram hvatningarverðlaun USAH.
Á
rsþing HSÞ fór fram í Miðhvammi
á Húsavík 13. mars. Alls mættu 59
fulltrúar frá 18 félögum á þingið
sem var með hefðbundnu sniði.
Fram kom að hagnaður hefði orðið á
starfsemi HSÞ á árinu 2015.
Gunnar Gunnarsson, stjórnarmaður
UMFÍ, ávarpaði þingið og veitti Arngeiri
Friðrikssyni starfsmerki UMFÍ.
Jóhannes Friðrik Tómasson, bogfimi-
maður úr UMF Eflingu í Reykjadal, var
valinn íþróttamaður HSÞ á fyrir góðan
árangur í bogfimi á liðnu ári. Hvatningar-
verðlaun HSÞ voru afhent í fyrsta sinn á
þessu ársþingi en þau eru ætluð sem
hvatning fyrir unga íþróttamenn. Tveir
íþróttamenn fengu verðlaunin núna, þau
Hvatningarverðlaun HSÞ veitt í fyrsta sinn
Stefán Bogi Aðalsteinsson, Umf. Eflingu, og
Thelma Dögg Tómasdóttir, Hestamannafé-
laginu Grana. Aníta Karin Guttesen var
endurkjörin formaður HSÞ.
Íþróttafólk HSÞ
árið 2015.