Skinfaxi - 01.01.2016, Síða 45
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 45
Þorsteinn Einarsson fæddist í Reykjavík
23. nóvember 1911, sonur hjónanna
Guðríðar Eiríksdóttur og Einars Þórðar-
sonar.
Ungur að árum fékk Þorsteinn áhuga á
íþróttum og gekk í Glímufélagið Ármann.
Hann hóf þar glímuiðkun og æfði frjálsar
íþróttir og fimleika. Þorsteinn varð einn af
glímusnillingum okkar og vann marga sigra.
Einnig vann hann til fegurðarverðlauna sem
þá voru veitt.
Þorsteinn settist í Menntaskólann í Reykja-
vík og kynntist þar Ásdísi Jesdóttur frá Vest-
mannaeyjum. Þau tóku virkan þátt í leiklistar-
stafsemi skólans og luku stúdentsprófi árið
1932. Sama ár fluttust þau Þorsteinn til Vest-
mannaeyja og gerðist hann kennari við Gagn-
fræðaskóla Vestmannaeyja. Hann tók mikinn
þátt í íþróttastarfi og þjálfaði meðal annars
glímuflokk sem lét talsvert að sér kveða á
þessum árum.
Þorsteinn var skipaður formaður Íþrótta-
ráðs Vestmannaeyja en ÍSÍ var þá að skipu-
leggja starfsemi sína um land allt. Þá gerðist
Þorsteinn félagsforingi skátafélagsins Faxa
og vann þar að æskulýðsmálum.
Þorsteinn kvæntist Ásdísi Jesdóttur og þau
eignuðust 10 mannvænleg börn. Hún studdi
mann sinn dyggilega í margþættum störfum
og hugsaði afbragðsvel um hið stóra heimili
þeirra hjóna. Það kom sér vel þar sem störf
Þorsteins, eftir að hann varð íþróttafulltrúi
ríkisins, útheimti mikil ferðalög og þar með
fjarvistir frá heimilinu.
Ný heimildarmynd um Þorstein
Einarsson íþróttafulltrúa ríkisins
Þorsteinn eignaðist kvikmyndatökuvél árið
1941 og myndaði töluvert úti í náttúrunni
og ekki síst sinn stóra barnahóp.
Þegar Þorsteinn var skipaður íþróttafull-
trúi ríkisins árið 1941, sem var nýtt embætti
hér á landi og hluti af nýjum íþróttalögum,
fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og settist
að í Miðstræti en síðar á Guðrúnargötu.
Gísli Halldórsson arkitekt átti stóran þátt í
uppbyggingu íþróttamannvirkja og félags-
heimila á landinu og var jafnframt forseti
ÍSÍ. Hann starfaði mikið með Þorsteini að
skipulagsmálum íþróttanna.
Fuglahandbókin eftir Þorstein Einarsson
kom út árið 1987. Hún var fyrsta greiningar-
bók um íslenska fugla og afar hentug fyrir
náttúruunnendur. Þorsteinn vann brautryðj-
endastarf í rannsóknum á íslenskum sjófugl-
um sem bar hróður hans víða um heim.
Í Grasagarðinum í Laugardal hefur verið
reist stytta af Þorsteini en hann kom iðulega
í garðinn ásamt konu sinni til að skoða fugla
og gefa þeim.
U ndanfarin ár hef ég öðru hverju unnið
að skrásetningu og yfirfærslu á gömlu
kvikmyndaefni fyrir UMFÍ. Elsta efnið er frá
Landsmóti UMFÍ á Hvanneyri 1943, þögul
litmynd. Þegar Landsmótið í Borgarnesi
var haldið 1997, var ákveðið að fá Þorstein
Einarsson til þess að lýsa því sem var að
gerast og rifja upp atburði frá mótinu.
Þessi útgáfa var sýnd á mótinu í Borgar-
nesi. Seinna kom upp sú hugmynd að nýta
þess lýsingu og viðtal við Þorstein sem
grunn í heimildarmynd um hann. Fyrstu
viðtöl voru tekin við samstarfsmenn og
kunningja 2004. Myndin hefur þokast
áfram með hléum á undanförnum árum
og var loks frumsýnd í höfuðstöðvum
UMFÍ þangað sem boðið var þeim sem
stóðu að myndinni og hinum stóra
barnahópi Ásdísar og Þorsteins,“ sagði
Marteinn Sigurgeirsson.
- Um hvað fjallar myndin?
„Myndin fjallar um lífshlaup Þorsteins frá
því hann var nemandi í MR. Hann var virk-
Marteinn Sigurgeirsson vann heimildarmyndina um Þorstein Einarsson:
Myndin þokaðist áfram með hléum
ur þátttakandi í íþróttum hjá Glímufélaginu
Ármanni og vann til margra verðlauna. Þor-
steinn fluttist til Vestmannaeyja 1932 og
gerðist kennari við Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja. Þar þjálfaði hann glímuflokk
og tók þátt í skátastarfi auk þess að vera
formaður íþróttaráðs. Árið 1941 er stofnað
embætti íþróttafulltrúa ríkisins og flyst þá
fjölskyldan til Reykjavíkur. Hann gegndi
embættinu í 40 ár og kom að skipulagi
nær allrar íþróttakennslu í landinu, auk
þess að hafa hönd í bagga með byggingu
íþróttamannvirkja og félagsheimila, en
þarna varð algjör bylting á því sviði á
þessum árum,“ sagði Marteinn.
„Þorsteinn hafði áhuga á útivist og nátt-
úru. Hann skrifaði handbók um fugla-
greiningu sem fyrr var getið. Einnig ritaði
hann fjölmargar greinar um íþróttir í Skin-
faxa og bók um glímusögu sem hann vann
að í áratugi ásamt öðrum.“
„Þorsteinn tók þátt í undirbúningi lands-
móta UMFÍ Í áratugi og stýrði þar inngöngu
íþróttamanna. Fjölbreytt myndskeið prýða
textann í myndinni, bæði myndir sem
Þorsteinn tók og myndir frá landsmótum.“
Myndin er 40 mínútur að lengd og er
fáanleg hjá höfundi og á þjónustumiðstöð
UMFÍ, Sigtúni 42, Reykjavík.
Nýlega var frumsýnd heimildarmyndin
Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins.
Marteinn Sigurgeirsson vann að gerð
myndar sem var frumsýnd í þjónustumið-
stöð UMFÍ að viðstöddum börnum Þor-
steins og vinum.
Jón M. Ívarsson, lengst til
vinstri, og Marteinn Sigur-
geirsson, langst til hægri,
ásamt sjö af tíu börnum
Þorsteins Einarssonar.
Marteinn Sigurgeirs-
son afhendir Hauki
Valtýssyni, formanni
UMFÍ, eintak af
myndinni.