Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 47
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 47 H eilsuefling og heilbrigðir lífshættir eru eitt af mikilvægustu viðfangsefnum samtímans, bæði í pólitísku og efna- hagslegu tilliti. Við erum að nálgast leiðarenda í meðferð og viðgerðum í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum gagngera hugarfarsbreytingu með þátttöku alls samfélagsins. Það er tímabært að ávinningur heilsueflingar og forvarna verði meira í umræðunni. Góð heilsa er langtímafjár- festing sem skilar sér beint sem fjárhagslegur ávinningur til samfélagsins, að ekki sé talað um þá mannlegu þjáningu sem liggur að baki sjúkdómum og dauða. Ekki bara gamlir og sjúkir Þegar varað er við fyrirsjáanlega auknu álagi á heilbrigðiskerfi landa er eðlilega bent á að meðallífslíkur í heiminum eru að aukast. Árið 2013 voru reiknaðar meðalævilíkur við fæð- ingu í OECD-löndunum 80,5 ár, en ævilíkur í þessum löndum hafa aukist um meira en tíu ár frá árinu 1970. Á sama tímabili hafa ævilík- ur Íslendinga við fæðingu aukist úr 74 árum í 82,1 ár. Með öðrum orðum: Ævi fólks lengist að meðaltali og líkur eru á að þeim sem ná háum aldri fjölgi. Þegar aldurinn færist yfir fer heils- an að bila og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu eykst. Því verður ekki mótmælt. Þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu og kostnaður samfélagins vegna vanheilsu er þó ekki bundin við aldur. Ýmislegt fleira kemur til. Kyrrseta fólks (hreyf- ingarleysi hefur aukist), mataræði er ábóta- vant, sykurneysla er óhófleg og notkun ýmissa heilsuspillandi efna, s.s. tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er útbreidd. Þessu fylgir mikið álag á heilbrigðiskerfið með tilheyrandi kostnaði. Vissulega viljum við öll gott og traust heilbrigðiskerfi sem er til staðar þegar við þurfum á að halda. Það hefur samt sín takmörk og ekki endalaust hægt að bæta í. Þá kemur til kasta heilsueflingar og forvarna. Ábyrgðin er okkar Stærstan hluta vanheilsu fólks má rekja til lífs- stíls (að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar), þ.e. byggist á vali og ákvörðunum fólks um hvernig það hagar lífi sínu. Ofþyngd, háþrýstingur, há blóðfita, hár blóðsykur, ýmsir hjarta- og æðasjúkdómar og krabbamein eru allt dæmi um þetta. Það jákvæða er hins vegar að úrbæturnar liggja hjá okkur sjálfum. Það er ekkert náttúrulögmál að hafa þetta svona. Við getum breytt þessu. Ábyrgðin er okkar, hvers og eins, og saman. Til þess að ná árangri þurf- um við líklega umfram allt samstilltan vilja, einhug, þar sem allir leggja sitt af mörkum. Stjórnvöld, félagasamtök og einstaklingar hafa þar hlutverk, hver á sinn hátt. Við þurfum að hugsa heildrænt, samræma og sérhæfa eftir þörfum. Við þurfum fræðslu og hvatningu um heil- brigðan lífsstíl, við þurfum að bregðast skjótt við vísbendingum um óheillavænlega þróun, við þurfum að þora að beita neyslustýrandi ráð- um, hvort heldur gagnvart heilsueflandi þátt- um eða óhollustu og við þurfum gott aðgengi og möguleika til þess að velja heilbrigðan lífsstíl, Líf og heilsa, stöndum vörð um æviárin Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar talað er um tjón samfélagsins vegna heilsutjóns er ekki bara horft til dauðsfalla og taps samfélags- ins vegna þeirra. Skoðum þetta aðeins nánar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin notar mælikvarð- ann „glötuð góð æviár“ sem mælikvarða á þau æviár sem glatast vegna ótímabærs dauða og örorku til skemmri eða lengri tíma. Tökum sem dæmi: Meðalævi á Íslandi er 86 ár. Ef manneskja fær sjúkdóm fertug og fer á örorku hefur hún glatað 46 góðum æviárum sam- kvæmt þessum skilningi. Æviárin eru glötuð að því marki að fólk getur ekki tekið fullan, Lífsins alvara – hugleiðing um mikilvægi heilsueflingar og forvarna óskertan og sjálfvalinn þátt í daglegu lífi eða á vinnumarkaði. Þessu vilja allir, bæði þeir sem fyrir verða og samfélagið allt, sporna gegn og lágmarka. Hér þurfum við líka að hafa í huga að heilsa er ekki einungis spurning um líkamsástand. Við þurfum einnig að hafa sál- ræna og félagslega heilsu í myndinni. Dýrt að vanrækja heilsueflingu og forvarnir. Nú er lögð mun meiri áhersla á að bregðast við heilsuskaða sem þegar er orðinn í stað þess að koma í veg fyrir hann. Við erum mjög fær í að halda fólki á lífi en minna er lagt upp úr að koma í veg fyrir heilsutjón. Það er miður, því að með auknum og markvissum forvörnum væri hægt að spara gríðarlega fjármuni og nota þá betur. Ótímabær dauði og æviár lifuð við örorku eða sjúkdóm á einu ári á Íslandi kosta sam- félagið umtalsverðar fjárhæðir, hugsanlega á bilinu 3–400 milljarða. Það er því eftir miklu að slægjast og hver prósenta dýr. Það er því óeðlilegt að viðbragðsdrifna heilbrigðiskerfið fái fertugfalt fjármagn á við forvarnadrifna kerfið. Ef við svo horfum til þess að íslenska heil- brigðiskerfið kostaði 139 milljarða árið 2013 og 2,6% af þeirri fjárhæð fór í forvarnir, 0,4% til forvarna utan heilbrigðiskerfisins með hlið- sjón af því að 70–80% kostnaðar heilbrigðis- kerfisins kemur til vegna langvinnra, lífsstíls- tengdra sjúkdóma, þá verður þessi áherslu- skekkja enn skýrari. Við þurfum algera hugar- farsbreytingu. 1 Talnabrunnur. Fréttabréf landlæknis um heilbrigð- isupplýsingar. 9. árg. 10. tölublað. Nóvember 2015. 2 Guðmundur Löve: Úr hverju deyjum við? Sótt á internetið 29. febrúar 2016. 3 Erla Björg Gunnarsdóttir: Lífsstíllinn að drepa landann. Sótt á internetið 29. febrúar 2016. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og for- varna

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.