Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2022, Page 4

Skinfaxi - 01.02.2022, Page 4
4 S K I N FA X I V ið erum svo lánsöm hér á Íslandi að veðurfarið festist illa í minni okkar. Minningar um köld vor og storma- söm sumur hreinlega fjúka út í veður og vind þegar sólin brýst undan skýjunum og eftir sitja hlý augnablik úr blíðunni á íþróttaviðburðum. Ég held að þetta sé eiginleiki sem þjóðin hef- ur alið með sér til að lifa af og njóta þess að búa hér á norðurslóðum með langa bjarta sumardaga og stutta dimma vetrardaga. Nýliðið sumar hefur verið dæmigert, ekki margir hlýir og þurrir dagar. En minningin af sumrinu er góð, enda gátum við nú loksins haldið viðburðina sem við höfum beðið með síðastliðin tvö ár. Og mikið var nú gaman að blása til leiks á ný. Sumardagskrá UMFÍ byrjaði í júní með Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi. Ég er svo lánsöm að tilheyra þessum aldurshópi og hef tekið þátt í nokkrum af þessum mótum. Það er alltaf sérstök stemning á þessum mótum þar sem þátttakendur geisla af gleði í bland við samkennd og keppnisskap. Næsti viðburðurinn á þéttu viðburðasumri UMFÍ var Unglingalandsmótið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Eins og alltaf var mik- ið fjör í keppni og leik. Að öðrum viðburðum UMFÍ ólöstuðum hefur Unglingalandsmótið verið flaggskipið í 30 ár. Unga fólkið skemmti sér líka mjög vel og tók vel á því í blíðskapar- veðri á Selfossi. Íþróttaveisla UMFÍ er nýr viðburður sem að þessu sinni var haldinn með Ungmennasam- bandi Kjalarnesþings í tilefni af aldarafmæli sambandsins. Íþróttaveislan samanstóð af þremur viðburðum: Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ, Hundahlaupi UMFÍ og Non-stop dogwear á Seltjarnarnesi og Forsetahlaupi á Álftanesi. Öllum þessum viðburðum var gríð- arlega vel tekið, nýtt samband myndaðist við aðildarfélögin sem stóðu að viðburðunum með UMFÍ og UMSK og var sömuleiðis eftir- tektarvert að viðburðirnir opnuðu gáttir og nýir þátttakendur komu með. Það var stórkostlegt að sjá! Síðasta stórverkefni sumarsins var svo ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var í gamla hér- aðsskólanum á Laugarvatni í septem- ber. Ungmennaráð UMFÍ sér um að skipuleggja ráðstefnuna í þaula í samstarfi við starfsfólk og stjórn UMFÍ. Ráðstefnan var mjög vel heppnuð, unga fólkið tók þátt í dagskránni með gleði og áræðni. Til borðsins var boð- ið ungu fólki frá ungmenna- ráðum af öllu landinu. Þetta er frábær vettvangur þar sem ungt fólk fær tækifæri til að kynnast starfsemi annarra ráða og spjalla saman á óformlegan hátt við jafningja. Ég var svo heppin að fá að taka þátt í kaffihúsaspjalli á ráðstefnunni þar sem þing- menn og sveitarstjórnarfólk, áhrifafólk úr at- vinnulífinu og fleiri fóru á hraðspjall um heima og geima. Þetta var óskaplega forvitnilegt, fræðandi og gefandi fyrir mig – og vonandi fyrir þau sem sátu með mér. Starf UMFÍ gengur út á að opna sem flestar dyr til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æsku- lýðsstarfi. Það er hugsað fyrir allan aldur og óháð kyni, alveg frá vöggu til grafar. Þetta tölublað Skinfaxa beinir ein- mitt sjónum að einum hópi sem hefur stundum glímt við of marga þröskulda. Það eru iðkendur með fatlanir. Sjáum hvað við getum gert og vinnum saman að því að fjarlægja sem flesta þröskulda svo að allir geti notið þess að taka þátt í íþrótta- og ung- mennafélagsstarfi. Málfríður Sigur- hansdóttir situr í stjórn UMFÍ. Efnisyfirlit 14 Gríðarlega mikið verkefni og tókst vel – Kristján Elvar Yngvason 26 Kíkt út fyrir þægindarammann – Ungt fólk og lýðræði 34 Allir ánægðir í Drulluhlaupi Krónunnar – Íþróttaveisla UMFÍ Leiðari Með sól í hjarta og sinni 20 Hagsmunaaðilar þurfa að vinna saman – Dr. Ingi Þór Einarsson 6 Leitt að Ísland sé ekki í forystu 7 Mikilvægt að þora að grípa tækifærin 8 Há æfingagjöld geta leitt til stétta- skiptingar í yngri flokkum 9 Mótin væru ekki haldin ef það væru ekki sjálfboðaliðar 10 Skólabúðir í sífelldri þróun 12 Skólablakið er eins og barnið mitt – Gunna Stína 18 Þátttaka og gleði vakti eftirtekt á Landsmóti DGI 22 Lífsnauðsynlegt að eflast félagslega og einangrast ekki 24 Það skiptir máli að félögin fái þá aðstoð sem þau þurfa 25 Bjartsýn á jafnari tækifæri barna með fötlun 28 Gleðin við völd á ULM á Selfossi 30 LM50+: Mikilvægt að sýna fólki að boltinn er farinn að rúlla 30 Við erum sigurvegarar í sál og sinni 32 Hreyfing og heilsufar eldri borgara 35 Hundar og fólk hlupu ánægð saman úti á Nesi 36 Forseti Íslands: Takk fyrir mig! 38 Keppnishjólreiðar sem líkamsrækt 40 Bjargar upptökum af Landsmótum UMFÍ – Marteinn Sigurgeirsson 42 Karatefélag Reykjavíkur: Börn og foreldrar æfa á sama tíma 43 Gamla myndin: Landsmótið á Þingvöllum 1957

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.