Skinfaxi - 01.02.2022, Qupperneq 15
S K I N FA X I 15
Ungmennafélagsfundir haldnir mánaðarlega
Kristján var spurður hver fyrstu kynni hans af íþrótta- og ungmenna-
félagsstarfi hefðu verið.
„Í Mývatnssveit var og er mjög öflugt ungmennafélag, Umf. Mývetn-
ingur. Þar fékk maður ekkert að fara inn fyrr en 14 ára. Þar var mikið
starf í leiklist og félagsmálum og ungmennafélagsfundir haldnir mánað-
arlega á veturna. Það voru svona skemmtifundir. Þetta var náttúrulega
það sem dró mann að.“ Kristján bætir við að á þeim tíma hafi skíða-
göngumenn í Mývatnssveit eiginlega verið á heimsmælikvarða. Í skólan-
um, sem var heimavistarskóli, var nánast gengin kappganga á hverju
kvöldi. „Þarna voru þrír einstaklingar sem voru nýkomnir frá Ólympíu-
leikum og mjög almenn þátttaka í skíðagöngu. Það voru alltaf sendir
menn á landsmót og voru þeir yfirleitt í fremstu víglínu þar. Þá var mikil
keppni á milli Mývetninga og Ísfirðinga aðallega. Skíðaíþróttin var
sterkasta íþróttin í Mývatnssveitinni þá.“
Kristján kynntist á þessum tíma glímunni, en þar voru þá glímuæfing-
ar í gangi. Einnig var fótbolti mikið stundaður á sumrin. „Fótboltinn
var það öflugur að menn voru að fá þjálfara úr Reykjavík til að vera
þarna yfir sumarið. Svo var líka keppt á héraðsvísu. Þannig að maður
tengdist fljótt héraðssambandinu. Ég fór líka á þessum tíma á héraðs-
mótin í frjálsum, þannig að ég kynntist þessu öllu saman. Mínar íþrótt-
ir voru glíma og fótbolti. Ég fór líka og keppti í langhlaupum án þess
að æfa þau nokkurn tímann,“ segir Kristján.
Kynntist gömlu gullaldarmönnunum á Skaganum
Kristján segist hafa verið svo lánsamur að komast inn í fótboltann á
Akranesi þegar hann var þessi fimm ár í iðnnámi þar. „Ég náði á þeim
tíma að spila með Skagamönnum í efstu deild. Þar kynntist ég gömlu
gullaldarmönnunum mikið. Þeir voru þá að hætta en voru alltaf mikið í
kringum fótboltann. Þeir voru einstakir karakterar. Það voru Ríkharður,
Helgi Dan, Donni sem kallaður var, Þórður Þórðarson, Þórður Jónsson
og fleiri gaurar. Þeir strákar sem ég var að spila með urðu síðan Íslands-
meistarar nokkrum árum eftir að ég fór. Það voru Eyleifur Hafsteinsson,
Björn Lárusson, Þröstur Stefánsson, Matthías Hallgrímsson, Jón Alfreðs-
son og Jón Gunnlaugsson. Ríkharður Jónsson þjálfaði okkur. Þetta voru
mínir félagar í fótboltanum og reyndar í iðnskólanum líka. Þetta var
ákveðinn kjarni sem ég komst inn í þarna. Þetta var mjög skemmtileg-
ur tími.“
Datt inn í glímuna
„Þegar ég kom norður eftir námið á Akranesi datt ég inn í glímuna. Hún
hafði verið kennd í grunnskólanum, en Þráinn Þórisson skólastjóri
kenndi okkur hana. Þaðan hafði ég undirstöðuna. Þá höfðu verið glímu-
þjálfarar fyrir norðan og menn voru farnir að taka þátt í landsmótum.
Fyrsta keppnin sem ég fór í var á Landsmótinu á Sauðárkróki 1971. Síðan
keppti ég á öllum landsmótum til 2013.“ Kristján vann léttari flokkinn
á Landsmótinu á Sauðárkróki og þóttist góður að standa við hliðina á
Ármanni J. Lárussyni, sem vann þyngri flokkinn og var það líklega síð-
asta keppnin sem hann keppti í.
Kristján var líka mikið í fótboltanum eftir dvölina á Akranesi. „Ég byrj-
aði sem þjálfari og keppti líka með strákunum. Við náðum býsna langt,
vorum oft að berjast í úrslitum í 3. deildinni, þ.e. að komast upp í 2.
deild. Þá vorum við farnir að keppa undir nafninu HSÞ-b. Það var svona
millilending og ákveðin krókaleið til þess að komast inn í Íslandsmótin,“
segir Kristján.
Fljótlega gerður að formanni Mývetnings og
síðan HSÞ
Skömmu eftir að Kristján kom norður um 1970 var hann gerður að for-
manni Ungmennafélagsins Mývetnings. Formannsembættinu gegndi
hann í sex ár en var samtals í tíu ár í stjórn félagsins. Upp úr því, árið
1984, varð hann formaður Héraðssambands Þingeyinga.
„Það gerðist þannig að Þormóður Ársælsson, sem þá var formaður
sambandsins, sagði við mig: „Þú átt að vera næsti formaður.“ Ég sagði
við hann þá að ég gæti það ekki, því ég hefði allt of mikið að gera. Þá
var ég oddviti í Mývatnssveit og Kröflueldar í gangi, auk þess sem ég
var formaður skólanefndar Framhaldsskólans á Laugum og mikil barátta
þar. Ég sagði við hann að ég skyldi taka við formannsembættinu eftir
ár. Svo var ég bara settur inn í formennskuna árið eftir.“
Fékk Landsmótið í fangið
Kristján var í stjórn sambandsins í fimm ár en gegndi embætti formanns
HSÞ frá 1984 til 1987. Þegar hann tók við formennskunni var búið að
ákveða að halda Landsmót UMFÍ á Húsavík 1987 og má því segja að
hann hafi fengið það beint í fangið, eins og hann orðar það. „Það byrj-
aði strax undirbúningur fyrir mótið. Þar kynntist ég fyrst Pálma Gísla-
syni, formanni UMFÍ, og Sigurði Geirdal framkvæmdastjóra. Þeir sögðu
strax að fyrsta mál væri að stofna undirbúningsnefnd og hún þyrfti að
vera öflug. Þeir sögðu að ég væri formaður HSÞ og ætti ekki að vera
framkvæmdastjóri mótsins eða í nefndinni. Það fór nú samt þannig að
ég varð formaður nefndarinnar og stýrði henni alveg, enda vildi stjórn
HSÞ það. Það var gríðarlega mikið verkefni og tókst vel. Við vorum
heppin með starfslið, vorum með samheldið lið Þingeyinga, og feng-
um góðan framkvæmdastjóra, Guðna Halldórsson. Svo fengum við
líka þvílíkt gott veður, sem gerði þetta enn betra.“
Kosinn í stjórn UMFÍ
Í framhaldi af Landsmótinu á Húsavík fór Kristján á þing UMFÍ á Egils-
stöðum. Þá voru þeir Pálmi og Sigurður búnir að undirbúa það að hann
kæmist inn í stjórn UMFÍ. „Það var alveg frá þeim komið og þeir stýrðu
því. Ég var því kosinn í stjórn UMFÍ árið 1987. Þá lét ég af formennsku
hjá HSÞ, því ég mátti ekki vera formaður héraðssambands um leið og
ég væri í stjórn UMFÍ. Það voru einhverjar reglur sem kváðu á um það,“
segir Kristján.
Kristján var meðstjórnandi fyrstu tvö tímabilin, til 1991, en tók þá við
gjaldkeraembættinu og gegndi því til 2001. Hann hafði mikinn áhuga
Lið HSÞ-b á Íslandsmóti í innanhússknattspyrnu. Aftari röð f.v.: Yngvi
Ragnar Kristjánsson, Hinrik Árni Bóasson, Hörður Benónýsson og Krist-
ján Elvar Yngvason. Fremri röð frá vinstri: Ari Hallgrímsson, Höskuldur
Skúli Hallgrímsson, Róbert Birgir Agnarsson og Jónas Hallgrímsson.
Kristján ásamt Jóhönnu dóttur sinni á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík
2021 þegar hann var gerður að heiðursfélaga UMFÍ.