Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2022, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.02.2022, Qupperneq 17
 S K I N FA X I 17 reyna að halda honum gangandi. Svo voru líka umræður um landsmót og annað þvíumlíkt. Það sem situr kannski mest í manni svona eftir á er að hafa fengið að vinna með svona góðu fólki. Það var afburða samstaða í þessum hópum sem ég var í og þar myndaðist góð vinátta. Ég tók lítið þátt í erlendum samskiptum, sem voru samt þó nokkur á þessum tíma, enda var ég fyrir norðan, sem gerði það flóknara,“ segir Kristján. Stjórnarfundir vítt og breitt um landið Kristján starfaði með þremur formönnum, fyrst Pálma Gíslasyni, síðan Þóri Jónssyni og svo Birni B. Jónssyni á lokametrunum. Helga Guðrún Guðjónsdóttir var með honum í stjórninni en hún tók svo við af Birni síð- ar. Sigurður Þorsteinsson var framkvæmdastjóri þegar Kristján kom inn í stjórnina. Sæmundur Runólfsson tók síðan við því starfi og var allan tím- ann sem Kristján var í stjórninni. Segir Kristján að hann hafi átt mjög gott samstarf við þá báða. „Það sem var sérstaklega skemmtilegt þennan tíma var að við vorum að halda stjórnarfundi vítt og breitt um landið. Það myndaðist gríðarlega góð stemning í því og maður náði að kynnast svo víða um landið fólki sem var að vinna í þessum geira. Þar urðu til tengsl og sambönd sem maður hefur haldið síðan, jafnvel þó að fólk hafi stoppað stutt við. Þessir fundir sem haldnir voru skiluðu sér á þeim stöðum þar sem við héldum þá. Það varð oft meira líf í starfseminni þar sem við vorum. Þetta var virkilega góð aðferð til að blása lífi í starfið.“ Tenging við Glímusambandið Kristján segist hafa tengst Glímusambandinu strax þegar hann fór að keppa. Þetta var það lítil eining að margir glímumenn voru þátttakend- ur í nánast öllu, stjórnum, þjálfun og keppni. Kristján fór mikið sem fulltrúi Þingeyinga á glímuþingin og kynntist þannig stjórnarstarfinu. Hann segist hafa dottið inn sem formaður sambandsins árið 2001. Formennskunni gegndi hann til 2004. „Þá var smá deyfð yfir starfinu, þannig að við vorum að reyna að fá fleiri félög inn og það tókst þokkalega. Vegna misklíðar voru KR-ingar eiginlega hættir. Það lenti svolítið á mér að reyna að ná þeim inn aftur og það tókst. Næsti formaður á eftir mér var síðan KR-ingur, þannig að það spilaði saman.“ Hvernig finnst Kristjáni glíman í dag? „Hún er nánast ósýnileg og það er svolítið slæmt. Það eru fá félög virk, sem reyndar hefur alltaf verið, en maður sér í dag nánast aldrei frá glímu í fjölmiðlum. Samt eru þeir í starfi erlendis ef maður grúskar aðeins í því. Glíman er mjög lítið áberandi í dag.“ Bjartsýnn á stöðu UMFÍ Kristján var að lokum spurður hvernig honum fyndist staða UMFÍ vera í dag. „Hún hefur verið svona upp og ofan en ég er frekar bjartsýnn á hana núna. Ég mætti fyrst á Landsmót UMFÍ 1961 á Laugum. Þá var ég 14 ára og tók þátt í sýningarhópi í þjóðdönsum. Ég hef mætt á nánast öll mót síðan. Það er kannski eitt eða tvö unglingalandsmót sem ég hef ekki komið á. Þannig hef ég náð að fylgjast með því sem er að gerast. Síðan hef ég oft verið duglegur að koma við á skrifstofu UMFÍ og fá mér kaffibolla. Þannig hef ég líka reynt að halda tengslin eins og ég get. UMFÍ er sýnilegra í dag en það hefur verið í mörg ár. Það er náttúru- lega gríðarlega gott. Þá get ég og fleiri betur fylgst með hvað er verið að gera. Þetta er orðið meira fólgið í því að drífa almenning áfram. Það finnst mér gríðarlega gott verkefni,“ segir Kristján að lokum. Sveitir HSÞ-A og HSÞ-B í sveitaglímu Íslands sem haldin var á Laugum 1978 . F.v.: Pétur Vignir Yngvason, Hjörleifur Sigurðarson, Kristján Elvar Yngva- son, Eyþór Pétursson, Björn Gunnar Yngvason og Ingi Þór Yngvason. Kristján Yngvason, formaður landsmótsnefndar, við verðlaunin sem veitt voru á Landsmóti UMFÍ á Húsavík 1987.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.