Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2022, Page 18

Skinfaxi - 01.02.2022, Page 18
18 S K I N FA X I L andsmót DGI er stærsti íþróttaviðburður Dana og með elstu íþróttaviðburðum sem fyrirfinnast, enda var það fyrsta haldið sem skotkeppni árið 1862 á Vesterbro í Kaupmannahöfn, þar sem íþróttamiðst öð, skrifstofur og ráðstefnuhús DGI eru í dag. Mótið er haldið á þriggja ára fresti en var frestað tvívegis vegna faraldursins. Næsta mót verður haldið í Vejle árið 2025. Gríðarlegur fjöldi fólks tekur þátt í hverju móti DGI enda margt í boði, 30 íþróttagreinar og um 400 viðburðir af ýmsum toga: leiksýningar, tónleikar og margt fleira. Þátttakendur og mótsgestir voru 20.743 tals- ins á aldrinum 16 ára og eldri. Þar af voru rúmlega 8.000 keppendur. Stærstur hluti keppenda var 5.700 framhaldsskólanemendur, en það var liður í námi þeirra að taka þátt í mótinu. Um helmingur þátttakenda var á aldrinum 16–23 ára. Aðrir þátttakendur voru m.a. nemendur lýð- háskóla og iðkendur íþróttafélaga. Mikill minnihluti þátttakenda er úr röðum almennings, sem kemur á mótið á eigin vegum. Þátttaka og gleði vakti eftirtekt á Landsmóti DGI Landsmót DGI fór fram í Svendborg í Danmörku yfir mánaðamótin í lok júní. Skipuleggjendur mótsins buðu gestum á mótið og fóru utan þau Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ. Þátttakan var undir markmiðum skipuleggjenda, sem höfðu stefnt á 25.000 þátttakendur. Hvert íþróttahérað í Danmörku var með mark- mið um að fjölga þátttakendum á sínu svæði til að ná því. Starfsfólk hvers íþróttahéraðs vann að undirbúningi mótsins og við mótið sjálft og því má líkja landsmótinu við uppskeruhátíð starfsmanna íþrótta- héraðanna. Eftirtektarvert er við Landsmót DGI að viðburðirnir eru haldnir víða um þá bæi sem þeir eru í hverju sinni. Stjórnendur sveitarfélagsins og eigendur verslana vinna náið með skipuleggjendum mótsins og er þátttakendum boðið upp á afslætti í mörgum verslunum. UMFÍ hefur margoft sent fulltrúa á landsmót DGI og er þess skemmst að minnast að um fimmtíu stjórnendur, formenn og fram- kvæmdastjórar íslenskra íþrótta- og ungmennafélaga sóttu mótið heim þegar það var haldið í Álaborg sumarið 2017. Íslenskir gestir á landsmótum DGI og annarri systursamtaka á Norðurlöndunum hafa flutt með sér heim margar góðar hugmyndir og kynnt þær hér á landi. Frá setningu Landsmóts DGI sem fór fram í Svendborg í Danmörku í sumar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.