Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 22
22 S K I N FA X I „Hann var ekki í stjórn þegar ég var formaður en var mér mikið til aðstoðar,“ segir Þórdís og bætir við: „Við ákváðum síðan að fara bæði í stjórn í október á síðasta ári til að reyna að drífa starfið af stað eftir COVID-faraldurinn. Ég sagði honum að hann ætti að vera formaður og hann hlýddi því.“ Æðislegt samstarf Þau eru fyrst spurð í hverju starf félagsins felist aðallega í dag. „Það felst mest í því að halda utan um starf félagsins og líka að finna nýjar greinar. Einnig að fá fólk til okkar, bæði iðkendur og foreldra, og svo líka að yngja upp hjá félaginu,“ segir Ófeigur. „Boccia er langvinsælasta greinin hjá Suðra. Núna eru sautján manns á öllum aldri að æfa boccia tvisvar í viku. Það eru sex ár síðan við byrjuð- um í lyftingunum, sem eru afskaplega vinsæl grein. Þar erum við að fá inn yngri iðkendur. Við erum með sjö iðkendur en getum ekki tekið við fleirum út af þjálfaraleysi. Við byrjuðum líka með taekwondo fyrir fjórum árum í samstarfi við taekwondodeild Umf. Selfoss. Þar fá fatl- aðir sér tíma. Svo erum við með frjálsar, fótbolta og sund. Þær greinar eru í samstarfi við deildir innan Umf. Selfoss. Í sumum tilfellum eins og frjálsum og sundi æfa okkar iðkendur með iðkendum deildanna. Í fót- boltanum eru sér tímar fyrir fatlaða en þjálfarinn er frá knattspyrnudeild- inni,“ segja þau. „Við erum mjög ánægð með samstarfið við Ung- mennafélagið. Það er æðislegt fyrir okkur,“ bætir Þórdís við. Mikill vilji hjá sveitarfélaginu Hvernig er stuðningur samfélagsins í Árborg í tómstunda- og íþrótta- málum við einstaklinga með fötlun? „Ég held að á okkar svæði sé hann bara þokkalegur miðað við það sem gerist annars staðar. En það má alltaf gera betur. Ég hef fundið að það er mikill vilji hjá sveitarfélaginu til að bæta stuðninginn við okkur og hjálpa. Við hjá Suðra og sveitarfélaginu höfum rætt um að fara í ein- hvers konar vinnu til að ná í börnin og bjóða þeim upp á íþróttaskóla sem yrði einu sinni í viku kannski. Þá myndum við e.t.v. fá gestaþjálfara frá Ungmennafélaginu, þessa vikuna fá fótboltaþjálfara, næstu viku fimleikaþjálfara og svo framvegis, til að hjálpa þessum börnum að komast í meiri hreyfingu. Það yrði á jafningjagrunni,“ segir Þórdís. Átak til að bæta hreyfingu „Íþróttasamband fatlaðra er með stórátak í gangi í sambandi við þetta,“ segir Ófeigur og bætir við: „Það gengur út á að bæta hreyfingu hreyfi- hamlaðra og þroskaskertra og ná þeim fyrr inn í starfið. Þar er notast við ákveðið alþjóðlegt kerfi sem heitir YAP. Hugmyndin er að ráða íþróttakennara til starfa hér á Suðurlandi til að stýra því verkefni. Sá kennari myndi síðan fara inn í leikskólana og grunnskólana þar sem stefnan er að koma börnunum af stað í hreyfingu. Þetta eru mikið til styrktar- og jafnvægisæfingar og svo líka að efla þau félagslega. Það er lífsnauðsynlegt fyrir alla að vera í svona starfi eða hópi til að eflast félagslega og einangrast ekki.“ „Maður sér það núna að fólk með hreyfihömlun eða þroskaskerðingu getur iðkað nánast hvaða íþrótt sem til er í heiminum. Það er t.d. blind- ur maður sem er í skotfimi. Þar er búið að búa til markbyssur með hljóði þar sem hljóðið breytist eftir því hvar miðað er á skífuna. Þetta er í bog- fimi líka. Sem betur fer eru íþróttafélög fatlaðra að taka inn nýjar grein- ar. Ægir í Vestmannaeyjum fór til dæmis að bjóða upp á handbolta- æfingar, sem er frábært. Þetta getum við gert í samstarfi við deildir innan Ungmennafélagsins.“ Lífsnauðsynlegt að eflast félagslega og einangrast ekki Hjónin Ófeigur Ágúst Leifsson og Þórdís Bjarnadóttir eru í stjórn Íþróttafélagsins Suðra. Ófeigur tók við formannsembættinu af Vilhelmínu S. Smáradóttur á síðasta ári. Áður hafði Þórdís verið formaður í sex ár en hún gegnir nú starfi ritara. Hún byrjaði 2008 að aðstoða sem foreldri einstaklings með fötlun. Ófeigur hefur í nokkur ár komið að boccia- og taekwondo-þjálfun hjá Suðra. Fimm einstaklingar á Special Olympics Fimm einstaklingar frá Suðra voru valdir til að fara á Special Olympics í Berlín 12.–25. júní á næsta ári. „Þetta er algjör lottóvinningur fyrir okkur. Hvert land fær bara kvóta sem er ákveðnir einstaklingar í hverja grein. Tölva dregur þá út og raðar niður. Special Olympics eru ekki Ólympíuleikar fatlaðra heldur stórmót sem Kennedy-fjölskyldan kom á fót fyrir eina systurina sem var þroska- skert til þess að gefa þroskaskertum tækifæri til þess að keppa á stór- mótum. Þetta eru heimsleikar og rosalega stórt mót. Allt utanumhald er eins og á Ólympíuleikum fatlaðra. Til að komast inn þarf engin lág- mörk. Það er bara tölva sem segir til um keppendakvóta hvers lands í tilteknum greinum. Yfirstjórn í landinu sendir síðan fyrirspurn á sín félög um hverja þau vilji tilnefna. Svo eru allar tilnefningarnar settar í pott og tölvan dregur út þá sem fá að fara. Íþróttafélagið Suðri var svo heppið að fá fimm einstaklinga, tvo í lyftingar, eina í sund, eina í golf og einn í boccia,“ segja þau. Ófeigur Ágúst Leifsson, formaður Íþróttafélagsins Suðra og Þórdís Bjarnadóttir, ritari. Á réttstöðumóti, Minningarmóti um Guðmund Ásbjörnsson. Efri röð f.v.: María Sigurjónsdóttir, Sigurjón Ægir Ólafsson, Ólafur Aron Einarsson, Reynir Arnar Ingólfsson og Ólafur Oddur Sigurðsson, fyrrv. þjálfari. Fremri röð f.v.: Örvar Arnarsson, þjálfari, Valdís Hrönn Jónsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.