Skinfaxi - 01.02.2022, Side 24
24 S K I N FA X I
„Við hjá íþróttahéraðinu erum miðpunkturinn.
Við svörum spurningum og veitum upplýsing-
ar þannig að þau sem vilja standa fyrir starfi fái
aðstoðina sem þau vilja. Samvinnan er lykil-
atriði og við liðkum fyrir henni milli félaga. Við
styðjum við nýjar deildir og þær sem eru að
efla sig. Við erum reglulega í sambandi við
félögin þannig að þau viti af okkur. Eins ef for-
eldri fatlaðs barns vill koma því í íþróttir, þá
erum við til svars og reynum að finna félag í
nágrenninu,“ segir Martin Wroblewski, þróun-
arstjóri íþrótta fyrir fatlaða hjá Viken. Félags-
svæðið nær yfir 24.000 ferkílómetra og þar
eru 2.500 íþróttaiðkendur sem stríða við fötl-
un, í 310 félögum.
Norðmenn tala um „parasport“, en „para“
þýðir að vera „við hliðina á“. „Við viljum tryggja
að fatlaðir hafi aðgang að íþróttum í nærum-
Það skiptir máli að félögin
fái þá aðstoð sem þau þurfa
Um 2.500 fatlaðir íþróttamenn eru skráðir í félög hjá íþróttahéraðinu Viken í Noregi. Norðmenn hafa lagt
mikla vinnu í að tryggja víðtækt framboð íþrótta fyrir þá sem á einhvern hátt stríða við fötlun.
UMFÍ í heimsókn
hjá Viken
Um 40 fulltrúar frá UMFÍ og aðildarfélög-
um heimsóttu Viken-íþróttahéraðið í
Noregi um miðjan mars árið 2022. Viken
er fylkið sem nær utan um Óslóarborg. Þar
búa um 1,2 milljónir manna í 51 sveitar-
félagi. Hjá íþróttahéraðinu starfa 18 starfs-
menn á sex sviðum.
Í Noregi er eitt íþróttasamband en undir
því eru 11 íþróttahéruð, jafn mörg og fylkin,
en Norðmenn hafa einu stjórnsýslustigi
meira en við. Fylkjunum er samt að fjölga;
ákveðið hefur verið að skipta Viken, sem
áður var þrjú fylki, aftur upp í þau fylki. Ekki
stendur þó til að skipta héraðssamband-
inu upp. Til hliðar við þau eru 54 sérsam-
bönd. Í flestum sveitarfélögum starfar síðan
Þegar tónlistin
hættir vill
þjálfarinn tala
Martin kom inn á það hvernig þjálfarar koma
skilaboðum á framfæri á annan hátt en með
tali. Bakgrunnur hans er í körfubolta og
tók hann dæmi um hvernig tónlist væri
notuð í körfuknattleik meðal heyrnar-
lausra. „Græjurnar eru settar á gólfið og
skrúfað upp í bassanum. Þegar tónlistin
er í gangi titrar gólfið undan bassanum
en það hættir þegar tónlistin er stöðvuð.
Það er merki um að þjálfarinn vilji koma
skilaboðum á framfæri.“
íþróttaráð, sem heldur meðal annars utan
um mannvirkjagerð. Sérsamböndin skiptast
síðan líka upp í svæðisbundin ráð.
Íþróttafélögin sjálf eru tæplega 7.600
talsins en voru um 12.000 fyrir nokkrum
Hluti ferðalanganna frá Íslandi.
hverfi sínu. Það þarf ekki að vera með sérstök
félög, það er vel hægt að vera með öllum hin-
um – meira að segja í skotíþróttum,“ sagði
Martin. Mörg félög nýta „allidrett“-fyrirkomu-
lagið úr barnastarfinu, þar sem hægt er að
æfa fjölda greina, í starf fyrir fatlaða.
Klifrið sló í gegn
Til að ná þessu markmiði stendur Viken fyrir
margvíslegu fræðslustarfi, til dæmis um
hvernig hægt sé að koma upp íþróttaæfing-
um fyrir fatlaða, hvernig náð sé til fatlaðra sem
vilja stunda íþróttir og hvernig stutt sé við þá
sem eru með falda fötlun, sem er hópur sem
vaxandi áhersla er lögð á.
Á nokkrum stöðum í Viken er árlega haldinn
dagur þar sem félög með starf fyrir fatlaða
koma og kynna starfsemi sína. Valinn er hent-
ugur staður og síðan er félögunum úr nágrenn-
inu boðið. Allir sem mæta til að prófa fá upp-
lýsingar með heim um hvernig þeir geti stund-
að þær íþróttir sem kynntar voru. Unnið er
náið með framhaldsskólum með íþróttabrautir
þar sem nemendur aðstoða við undirbúning
og utanumhald dagsins og fá það metið til
eininga. Þátttakendur geta verið á hverri stöð
eins lengi og þeir vilja, mikilvægast er að finna
ánægjuna. Í máli Martins kom fram að vinsæl-
asta greinin á síðasta Paraidrettdagen hefði
verið klifur.
Á svæðinu er einnig í boði íþróttavika fyrir
fatlaða. Einstaklingarnir eru í búðunum í viku
en sveitarfélögin leggja til stuðningsfulltrúa
með þeim. Um 50–70 þátttakendur komast
að en fleiri vilja vera með. Verið er að leita
leiða til að fjölga sætunum.
árum. Þótt þeim hafi fækkað hefur fjöldi iðk-
enda haldist svipaður. Innan Viken eru tæp-
lega 1.500 félög, með rúmlega 400.000
félaga.