Skinfaxi - 01.02.2022, Qupperneq 25
S K I N FA X I 25
„Við erum að taka saman lokaábendingar sem
unnið var úr. Þetta er frumskógur. En markmið-
ið er að fylgja málinu eftir, leggja það fyrir ráð-
herra sem fyrst, virkja fleiri, helst að ráða verk-
efnastjóra og koma málefnum barna með fötl-
un í farveg hjá sveitarfélögunum,“ segir Anna
Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri
Special Olympics á Íslandi og starfsmaður á
þróunarsviði Íþróttasambands fatlaðra. Hún
var einn skipuleggjenda og forkólfa að ráð-
stefnunni Farsælt samfélag fyrir alla, sem
haldin var í apríl á þessu ári og fjallaði með
Bjartsýn á jafnari tækifæri
barna með fötlun
Anna Karólína hjá Íþróttasambandi fatlaðra er í skýjunum
með ráðstefnu þriggja ráðuneyta sem haldin var í vor.
Íþróttir fatlaðra í
grófum dráttum
• Íþróttasamband fatlaðra stofnað
17. maí 1979.
• ÍF hefur yfirumsjón með allri íþróttastarf
semi fatlaðra og vinnur að eflingu henn-
ar um allt land og kemur fram erlendis.
• Fyrsta Íslandsmót fatlaðra var Íslands-
mót í lyftingum sem fór fram í sal Ríkis-
sjónvarpsins árið 1977.
• Paralympics-dagurinn er kynningar-
dagur á íþróttum fólks með fötlun.
• Í dag eru 22 íþróttafélag fyrir fatlaða
um land allt.
• Skráning íþrótta fatlaðra er afar misjöfn.
Í skýrslu Íþróttasambands fatlaðra sem
lögð var fyrir á Sambandsþingi 2021
kemur m.a. fram að ítrekað hafi komið
upp umræða um að setja á fót net erind-
reka um landið sem hafi það hlutverk að
fylgja eftir þátttöku barna, með sérstaka
áherslu á jaðarhópa og brotfall.
• Í skýrslunni kemur líka fram að leitað var
upplýsinga um stöðu íþróttamála fatl-
aðra í Fjarðarbyggð. Þar voru mörg
félög en misvirk. Engar upplýsingar
fram um þátttöku, tölfræði eða annað
sem tengist íþróttaiðkun fatlaðra á
svæðinu. Yfirsýnin var ekki til staðar.
• Íþróttafélagið Akur á Akureyri
– 1974 – aðildarfélag ÍBA.
• Íþróttafélagið Fjörður í Hafnarfirði
– 1992 – aðildarfélag ÍBH
• Íþróttafélagið Eik á Akureyri
– 1978 – aðildarfélag ÍBA.
• Íþróttafélagið Ösp í Reykjavík
– 1980 – aðildarfélag ÍBR.
• Íþróttafélagið Suðri á Selfossi
– 1986 – aðildarfélags HSK.
• Íþróttafélagið Gnýr Sólheimum
í Grímsnes- og Grafningshreppi
– 1983 – aðildarfélag HSK.
• Íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum
– 1991 – Íþróttafélag fatlaðra á
Suðurnesjum.
• Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík
– 1974 – aðildarfélag ÍBR.
• Íþróttafélagið Ívar á Ísafirði
– 1988 – aðildarfélag HSV.
• Bocciadeild Íþróttafélagsins
Völsungs á Húsavík
– 1990 – aðildarfélag HSÞ.
• Íþróttafélagið Ægir í Vestmanna-
eyjum – 1988 – aðildarfélag ÍBV.
• Íþróttafélagið Þjótur á Akranesi
– 1992 – aðildarfélag ÍA.
• Sólin íþróttadeildir fatlaðra í Snæfellsbæ.
afar víðtækum hætti um tækifæri barna og
ungmenna í íþróttastarfi.
Þetta var stórmerkileg ráðstefna. enda stóð
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið að henni
í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðu-
neyti auk Heilbrigðisráðuneytis og íþrótta-
hreyfingarinnar.
Á ráðstefnunni var leitast við að koma auga
á þær áskoranir sem landsmenn standa
frammi fyrir þegar kemur að jöfnum tækifær-
um barna til íþróttaiðkunar. Á ráðstefnunni
og eftir hana unnu fulltrúar íþróttafélaga,
íþróttasambanda, sveitarfélaga og fleiri að
mótun tillagna að aðgerðaráætlun um fulla
þátttöku og virkni fólks með fötlun.
En hvar er málið statt og hvert er fram-
haldið?
„Það er ljóst að mörg börn eru útilokuð frá
þátttöku í íþróttastarfi, meðal annars vegna
fötlunar þeirra. Þess vegna var gaman að sjá
hversu margir komu á ráðstefnuna í vor frá
sveitarfélögum, félagsmiðstöðvum og víðar
að. Slíkt fólk er í lykilstöðu til að hreyfa við
málinu. Ég sé fyrir mér að félagsmálastjórar
geti gegnt stóru og mikilvægu hlutverki í
þessum málaflokki,“ segir Anna Karólína,
sem er afar bjartsýn á framhaldið.
• Sundfélagið Óðinn á Akureyri
– 1962 – aðildarfélag ÍBA.
• Íþróttafélagið Snerpa á Siglufirði
– 1987 – aðildarfélag UÍF.
• Íþróttafélagið Gróska í Skagafirði
– 1992 – aðildarfélag UMSS.
• Íþróttafélagið Viljinn á Seyðisfirði
– 1985 – aðildarfélag UÍA.
• Íþróttafélag Heyrnarlausra
– 1979 – deild innan Félags heyrnarlausra
– ekki innan sambandsaðila.
• Íþrótta- og hestamannafélagið
Gáski – 1982 – óvirkt í dag.
• Íþróttafélagið Hlynur – Endurhæf-
ingadeild Landspítalans í Kópavogi
– 1983 – hætt.
• Íþróttafélagið Tjaldur í Mosfellsbæ
– 1984 – hætt.
• Íþróttafélagið Örvar á Fljótsdals-
héraði – 1985 – aðildarfélag UÍA.
• Íþróttadeildir fatlaðra í Stykkishólmi
• Almenn deild, Íþróttafélagið
Gerpla í Kópavogi
– 1971 – aðildarfélag UMSK .
• Dansfélagið Hvönn – aðildarfélag
UMSK.
• Keiludeild ÍR – aðildarfélag ÍBR.
Innan ÍF eru 22 aðildarfélög um allt land: