Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 26
26 S K I N FA X I
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði
fór fram á Laugarvatni í byrjun september.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir var á
meðal fjölmargra þátttakenda í kaffihúsaspjalli.
„Mér fannst æðislegt að fá að vera með og fara út fyrir kassann með
þátttakendum á ráðstefnunni. Það er augljóst að unga fólkið var að leita
að styrkleikum sínum. Það spurði mig að einu og öðru þeim tengdu.
Ég sagði ungmennunum að vera óhrædd við að finna styrkleikana og
hafa kjark til að elta þá,“ segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, for-
stjóri Marel á Íslandi. Hún var einn af gestum í kaffihúsaspjalli á ung-
mennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór í gamla Héraðs-
skólanum á Laugarvatni í byrjun september. Ráðstefnan er eins og fyrr
ætluð ungu fólki á aldrinum 16–25 ára og er hún skipulögð af ung-
mennaráði UMFÍ.
Mikilvægt fyrir ungt fólk að kíkja út fyrir þægindarammann
Sterkari ungmenni
Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og er markmið
hennar að efla lýðræðisþátttöku ungs fólks. Markmið ráðstefnunnar er
að þátttakendur fái tækifæri til að læra og þjálfa sig og verða sterkari
einstaklingar. Um 80 þátttakendur á aldrinum 16–25 ára af öllu landinu
tóku þátt í ráðstefnunni alla helgina.
Allar ungmennaráðstefnurnar hafa fjallað um ákveðin málefni. Það
sama var uppi á teningnum á Laugarvatni og var yfirskriftin þar Láttu
drauminn rætast. Á ráðstefnunni var boðið upp á kynningar, uppörvun
og afar hvetjandi málstofur. Einni þeirra stýrði leikarinn og pepparinn
Bjartur Guðmundsson, sem kenndi fólki að kjarna sig og bæta fram-
komu sína, Anna Steinsen frá KVAN fjallaði líka um muninn á jákvæð-
um og neikvæðum leiðtogum og Sema Erla Serdar, aðjúnkt í tómstun-
da- og félagsmálafræðum við Háskóla Íslands, stýrði málstofu sem
fékk þátttakendur til að velta fyrir sér hvernig hægt væri að stuðla að
aukinni þátttöku ungmenna af erlendu bergi brotinna í skipulögðu
íþróttastarfi og þar fram eftir götunum. Sema þekkir vel til málaflokks-