Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Síða 27

Skinfaxi - 01.02.2022, Síða 27
 S K I N FA X I 27 Mikilvægt fyrir ungt fólk að kíkja út fyrir þægindarammann ins, en hún var um nokkurra ára skeið framkvæmdastýra Æskulýðsvett- vangsins. Málstofurnar voru á laugardeginum en kaffihúsaspjallið sem Guð- björg tók þátt í daginn eftir. Þar fengu þátttakendur á ráðstefnunni tæki- færi til að ræða við fólk úr atvinnulífinu, þingmenn og áhrifafólk í íslen- sku samfélagi. Á sama hátt og fólk gat ausið úr viskubrunni sínum og gefið góð ráð fékk það þarna tækifæri til að heyra raddir þátttakenda. Margir draumar Guðbjörg segir þátttakendur hafa spurt út í ýmislegt, svo sem menntun hennar. Það skýrist auðvitað af því að ungmennin voru mörg í mennta- skóla eða nýkomin út á vinnumarkað og að velta framtíðinni fyrir sér. „Það var afar gaman að heyra hvað fólk var búið að móta sér margar og mismunandi sviðsmyndir og hvað draumar fólks voru mismunandi. Fyrir þrítugt vildu sumir þátttakendur vera fluttir að heiman, aðrir vildu vera komnir með fjölskyldu eða eigin rekstur. Vangavelturnar tengd- ust auðvitað stað og stund og það var skemmtilegt,“ segir Guðbjörg. Ánægja með kaffihúsaspjallið „Við vorum mjög ánægð með málstofurnar og lærðum mikið á þeim. En kaffihúsaspjallið var nýjung sem sló í gegn. Þar náðist nánd og per- sónuleg tenging. Þar fékk maður svör við ýmsum spurningum,“ segir Embla Líf Hallsdóttir, formaður Ungmennaráðs UMFÍ. Hún segir ungmennaráðið hafa verið í skýjunum með ráðstefnuna. Margir hafi sótt hana á Laugarvatni í fyrsta skipti, en ráðið var skipað eftir sambandsþing UMFÍ á Húsavík í fyrrahaust. Nýtt fólk hafi hins vegar ekki samanburð. Á fyrri ráðstefnum hafi stjórnendum í atvinnu- lífinu og stjórnmálafólki verið boðið í pallborð á lokadegi. Þar hafi þátt- takendur ekki getað spurt jafn margra og náinna spurninga og í kaffi- húsaspjallinu. Auk þess hafi pallborðið verið orðið of pólitískt. „Þetta fyrirkomulag var alveg frábært. Þátttakendur gátu líka valið að fara á milli borða eða setjast aftur við sama borð og áður til að fá betri svör við brennandi spurningum. Það gerði ég,“ segir Embla, sem er þegar byrjuð að undirbúa næstu viðburði ungmennaráðsins, þar á meðal Ungt fólk og lýðræði haustið 2023. Næstu viðburðir ungmennaráðs UMFÍ · Myndband um kosti félagsstarfs – vor 2023 · Skemmtisólarhringur – vor 2023 · Samtal ungmennaráða – vor 2023 · Skemmtifolfmót – sumar 2023 · Ungt fólk og lýðræði – haust 2023

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.