Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2022, Qupperneq 35

Skinfaxi - 01.02.2022, Qupperneq 35
 S K I N FA X I 35 Hundahlaup UMFÍ og Non-stop dogwear var haldið 25. ágúst á Seltjarnarnesi í samstarfi við UMSK, Ungmennafélagið Gróttu og dýra- hjúkrunarfræðinginn Kolbrúnu Örnu Sigurðardóttur, sem fór í fjölda viðtala í tengslum við hlaup- ið og kynnti það mjög vel á meðal hundaeigenda. Boðið var upp á tvær vegalengdir: 5 km og 2 km. Áhersla var á gleði og kátínu manna og dýra og mæltist það afar vel fyrir. „Hlaupið var mjög vel heppn- að, mikil ánægja með það og í raun tókst það mun betur en ég Hundar og fólk hlupu ánægð saman úti á Nesi Mikil ánægja var með Hundahlaup UMFÍ og Non-stop dogwear. Kári Garðarsson, hundaeigandi og framkvæmdastjóri Gróttu. þorði að vona. Áhuginn á hlaupinu var líka gríðarlegur. Þótt margir Nesbúar hafi tekið þátt komu hundaeigendur langt utan að Seltjarnar- nesi í hlaupið,“ segir Kári Garðarsson, hundaeigandi og framkvæmda- stjóri Gróttu. Um 200 manns og fleiri hundar tóku þátt í hlaupinu og var eftirtekt- arvert að þátttakendur á tveimur jafnfljótum voru á ýmsum aldri. Sumir hlupu til sigurs í 5 km hlaupinu en fjölskyldufólk og aðrir þátttakendur sem alla jafna taka ekki þátt í viðburðum UMFÍ voru áberandi í styttri vegalengdinni. Kári segir gleðina í hópi hundaeigenda skýrast öðru fremur af því að þetta var í fyrsta skipti sem íþróttahreyfingin vinnur að viðburði með fólki og hundum. „Þetta var einstakt og ég held að það sé komið til að vera og við viljum gera það stærra,“ segir Kári að lokum.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.