Skinfaxi - 01.02.2022, Side 41
S K I N FA X I 41
Gamla myndin: Landsmótið á Þingvöllum 1957
10. Landsmót UMFÍ var haldið á Þingvöllum
dagana 29.–30. júní árið 1957. Þetta ár fagn-
aði UMFÍ hálfrar aldar afmæli og var stjórn
UMFÍ staðráðin í að halda myndarlega upp
á tímamótin. Landsmótið var á margan hátt
öðruvísi en önnur. Þegar stjórn UMFÍ bað
Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráð-
herra, um leyfi til að halda mótið veitti hann
það með því skilyrði að ekki yrði seldur
aðgangur inn á mótið. Stjórn UMFÍ brá þá á
það ráð að fá myndlistarkennarann Þór Sig-
urðsson til að hanna merki fyrir sig í tilefni af
50 ára afmæli félagsins. Á merkinu mátti sjá
hvítbláan fána á birkilaufi með stöfum UMFÍ.
Það þótti táknrænt fyrir starf og hugsjónir
ungmennafélaganna.
Merki þetta var selt og var andvirðið nýtt til
að fjármagna Landsmótið.
Fleiri nýjungar litu dagsins ljós á Landsmót-
inu. Keppnisgreinum var fækkað töluvert frá
fyrri mótum. Niðurskurðarhnífnum var misk-
unnarlaust beitt og féll meira að segja þjóðar-
íþróttin glíman niður í fyrsta sinn. Og þetta
var líka eina skiptið sem slíkt gerðist.
Af öðrum greinum má nefna að handbolti
kvenna fékk að halda sér en knattspyrnu karla
var bætt við. Öllum starfsíþróttum var hins
vegar kastað fyrir róða. Frjálsíþróttagreinum
kvenna fækkaði úr fimm í tvær en úr þrettán í
níu hjá körlum.
Mótið fór fram á Þingvöllum, þar sem er
engin sundaðstaða nema í vötnum, lækjum
og sprænum sem spretta ísköld fram undan
hrauni. Í bókinni Vormenn Íslands eftir Jón M.
Ívarsson segir að fólki hafi þótt það boð frá-
gangssök að synda í Þingvallavatni. Afráðið
var því að færa greinina til Hveragerðis, enda
vatnið þar töluvert heitara en inni í landi.
Eftir mikla íþróttaskemmtun yfir daginn á
þessu hálfrar aldar afmælismóti sló fólk ekki
slöku við, heldur skellti sér á dansleik þar
sem dansað var undir fögrum tónum hljóm-
sveitar Björns R. Einarssonar, sem spilaði
vínarkrus, ræl, valsa og rokk inn í nóttina.
Á myndinni hér að ofan sést gott viðbragð-
ið í 5 km hlaupinu. Jón Gíslason frá Vallholti í
Eyjafirði bar sigur úr býtum, en hann er lengst
til hægri í fremstu röðinni. Hann var jafnframt
fyrstur í mark í 1,5 km hlaupi.
Hlíðasmári 6 Kópavogi 510 7900