Skinfaxi - 01.02.2022, Side 42
42 S K I N FA X I
HVAÐ ER AÐ
FRÉTTA?
Karatefélag Reykjavíkur er elsta karatefélag
landsins og fagnar 50 ára afmæli á næsta ári.
Það er aðildarfélag Íþróttabandalags Reykja-
víkur (ÍBR). Iðkendur eru um 140 og eru um
70% þeirra börn og ungmenni. Félagið hefur
undir beltinu bæði karatemann og karate-
konu ársins.
Karatefélag Reykjavíkur bryddaði upp á
þeirri nýjung fyrir nokkrum árum að bjóða for-
eldrum að æfa greinina á sama tíma og börnin.
Þessi þjónusta hefur verið vinsæl, enda sniðug
leið til að virkja foreldra í hreyfingu á sama tíma
og börn þeirra, að sögn Gunnars Sigurðar-
sonar, formanns félagsins.
Börn og foreldrar
æfa karate
Karatefélag Reykja-
víkur í hnotskurn
· Aðildarfélag Íþróttabandalags
Reykjavíkur
· Æfingaaðstaða í kjallara
Laugardalslaugar
· Er með öflugt starf fyrir börn 6–11 ára
og ungmenni 12–16 ára
· Þau sem vilja geta mætt og prófað
ókeypis í tvö skipti
„Fimmtán manna hópur æfir í einum sal á
meðan börnin eru í hinum salnum. Þau æfa á
sama tíma og gera sömu æfingar. Við gefum
okkur oft ekki tíma til að hreyfa okkur en með
þessu er fólk hvatt til að nýta tímann í stað
þess að sitja og horfa á símann sinn. Við erum
á besta útivistarsvæðinu í Reykjavík. Við hvetj-
um því alla foreldra til að nýta tímann í laug-
inni eða fara í göngu, þar sem Laugardalurinn
hefur upp á fjölmargar frábærar gönguleiðir
að bjóða,“ segir Gunnar, sem tók
við formannsstöðunni í byrjun árs 2021 eftir
að hafa æft karate síðastliðin 7–8 ár.
Alltaf á tánum
Gunnar segir karatefólk ætíð vera vakandi
fyrir því að dreifa áhuganum á greininni. Ein
þeirra leiða er að láta æfingagjöldin kallast á
við frístundastyrk borgarinnar.
„Við stefnum á að hækka ekki æfingagjöld
umfram frístundastyrkinn, því það er fullt af
fólki sem á ekki pening. Ef þú getur ekki borg-
að æfingagjöldin mætum við þeirri stöðu, við
förum ekki í harðar innheimtur. Iðkendur fá líka
ókeypis búning og þá vantar viðkomandi
aldrei neitt. En auðvitað höfum við þröng fjár-
ráð, því allur peningur sem kemur í kassann
rennur beint inn í félagsstarfið. Þjálfararnir
okkar eru heldur ekki launaðir, því við höfum
einfaldlega ekki efni á því. Við reynum samt
að koma til móts við þá með einum eða öðr-
um hætti. Þótt æfingagjöldin séu lág eru þau
fastinn okkar. Síðan þurfum við auðvitað að
eiga sjóð, því við erum í leiguhúsnæði. En
þetta hefur samt alltaf gengið,“ segir Gunnar.
Gunnar segir ástæðu þess að hann hafi ákveð-
ið að gefa kost á sér í formannsembættið þá
að félagið hafi gefið honum meira en hann því.
„Það er mjög mikilvægt að foreldrar láti til
sín taka í starfi íþróttafélaga. Það á ekki að vera
fast í því að fáir sjái um allt. Við verðum að hafa
félagsþroskann í að láta okkur umhverfi barna
okkar varða, ekki bara sitja og láta aðra alltaf
sjá um hlutina. Þetta er ákveðinn ungmenna-
félagsandi. Fólk þarf að vilja leggja af mörkum.
Formúlan byggir einmitt á þeim grunni. Um
leið og það fannst að ungmennafélagið var
að gera eitthvað fyrir samfélagið og árangur-
inn varð sjáanlegur voru fleiri til í að leggja af
mörkum. Karatefélag Reykjavíkur er rekið af
ungmennafélagsandanum. Það er fullt af fólki
hér sem finnur sinn vettvang hjá okkur. En við
erum öðrum fremur ungmennafélag. Við mæl-
um ekki árangur okkar í Íslandsmeistaratitlum,
heldur í brosum barnanna sem æfa hjá okkur.
Þarna eru svo hamingjusamir krakkar. Ungu
iðkendurnir skila sér líka upp í unglingahóp-
inn, því þar hættir enginn af óánægju. Hér
eru allir bestu vinir og það sést á árangrin-
um,“ segir Gunnar að lokum.
Forsvarsfólk Karatefélags Reykjavíkur er alltaf að leita leiða
til að vekja áhuga fólks á greininni. Ein þeirra er að fá foreldra
ungra iðkenda til að æfa á sama tíma og börnin í stað þess
að sitja með hendur í skauti á bak við gler.