Bókatíðindi - 01.12.2009, Page 28
BÓKATÍÐINDI 2009
Þýddar barna- og unglingabækur
AFTUR TIL POMPEI
Kim. M. Kimselius
Þýð.: Elín Guðmundsdóttir
Spennandi saga um Ramónu
sem er í skólaferðalagi á
Italíu til að skoða uppgröft-
inn í Pompei. Ramónu líður
illa. Hún skríður undir bekk
til að hvíla sig og steinsofn-
ar. Skyndilega vaknar hún í
fornri borg sem iðar af mann-
lífi. Hún hefur flust til í tíma
og er stödd í Pompei fyrir
eldgosið! Hún veit að borgin
mun eyðast og allir íbúarnir
farast, líka hún ogTheó vinur
hennar ef þeim tekst ekki að
forða sér í tæka tíð. En hún
veit ekki hvenær eldfjallið
Búðu til
jólagjöfina
oddi.is
Vesúvíus byrjar að gjósa; eft-
ir hundrað ár, tíu ár eða tíu
mínútur... ?
173 bls.
Urður bókafélag
ISBN 978-9979-9931-2-4
Leiðb.verð: 2.990 kr.
An^a Lís*
\>allerína
ANNA LÍSA BALLERÍNA
Gill Davies
Þýð.: Rúna Gísladóttir
Stóri dagurinn er loks runn-
inn upp. Anna Lísa og Linda
vinkona hennar ætla í fyrsta
ballett-tímann. Hlæjandi val- 1
hoppa þær eftir stígnum og
halda á ballettskónum í
skrautlegum töskum. Nú tek-
ur við langt og strangt nám.
Ásamt hinum krökkunum
eiga þær eftir að taka þátt í
glæsilegri lokasýningu. Fall-
egar litmyndir prýða bókina.
Hárskrautið sem fylgir, gerir
litla ballerínu glæsilega.
24 bls.
Setberg
ISBN 978-9979-52-428-1
Leiðb.verð: 2.990 kr.
AUGA GÓLEMSINS
Bartimæuíar-
þríleikurirm 2. bók
Jonathan Stroud
Þýð.: Brynjar Arnarson
Hrollvekjandi framhald
Verndargripsins frá Samark-
and. Nathaníel glímir við hina
viðsjárverðu Kittý en þegar
óþekkt ógn steðjar að verður
hann að vekja upp vandræða-
gripinn snjalla, Bartimæus.
Æsispennandi ævintýrasaga
þar sem töfrar og undirferli
eru á hverju strái.
440 bls.
Bókafélagið Ugla
ISBN 978-9979-651-50-5
Á háskaslóðum - III
ÁLÖGIN
Lloyd Alexander
Þýð.: Ásdís Guðnadóttir
Höfundurinn var nefndur til
HC Andersen verðlaunanna
2008. Þriðja bindið í ævin-
týraflokki sem fer nú sigurför
um heiminn. Taran, stúlkan
Eilonwy og félagar lenda
í miklum hættum - enn á
háskaslóðum.
176 bls.
Bókaútgáfan Æskan
ISBN 978-9979-767-77-0
Leiðb.verð: 2.980 kr.
A.A.M ILNE ](lísió á Bangsahorni .* , 4^ * r„k.ap4r*flir * « 'E. (H. Shepartl • * •f
■m*
"■í .s' 559^*
BANGSÍMON - HÚSIÐ
ÁBANGSAHORNI
A.A. Milne
Þýð.: Guðmundur Andri
Thorsson
Við heimsækjum aftur hinn
friðsæla og vinalega Hundr-
aðmetraskóg í félagi við
Bangsímon, Grisling og Jak-
ob Kristófer. í þessari bók um
Bangsímon byggir hann hús
fyrir Eyrnaslapa, finnur upp
hinn göfuga leik Púa prik og
hittir furðulegan og skopp-
andi Tígra. Að lokum þurfa
Jakob Kristófer og Bangsí-
mon að kveðjast, en ekki
að eilífu. Á töfrastað, efst
í Hundraðmetraskógi, mun
lítill drengur ávallt leika við
bangsann sinn.
179 bls.
26